Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 30. janúar 2025 15:54 Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun