Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 30. janúar 2025 15:54 Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun