Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 10:01 Nýi Stjörnumaðurinn Jaka Klobucar hefur átt langan og flottan feril. Hér er hann í leik á HM árið 2014. Getty/Evrim Aydin „Þetta er byrjað að hitna, og ég held að þetta verði heitara,“ segir Pavel Ermolinskij um félagaskiptamarkaðinn í íslenska körfuboltanum, í nýjasta þætti GAZins. Á miðnætti annað kvöld verður glugganum skellt í lás og bannað að bæta við fleiri leikmönnum í liðin í Bónus-deild karla í körfubolta. Á síðustu dögum hafa afar áhugaverðir leikmenn verið kynntir til leiks og strákarnir í GAZinu veltu vöngum yfir nýjum og væntanlegum mönnum sem eflaust munu setja sterkan svip á komandi umferðir og úrslitakeppnina. Pavel segir ljóst að félögin í deildinni hafi áhrif hvert á annað með því að næla sér í feita bita. „Hin liðin voru að reyna að átta sig á því hvað andstæðingar þeirra eru að fara að gera. Til dæmis lið Stjörnunnar sem að bætti við sig… Ég er viss um að Tindastóll er að hugsa þetta öðruvísi núna,“ segir Pavel en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan sem og á hlaðvarpsveitum. HM í handbolta bar þar einnig á góma. Stjörnumenn, sem fyrir leiki kvöldsins eru tveimur stigum á undan Tindastóli á topp deildarinnar, bættu í vikunni við sig 37 ára fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu, sem átt hefur frábæran feril í Evrópu. Sá heitir Jaka Klobucar. En gæti hann ruggað bátnum sem siglt hefur svo vel í vetur? „Þetta er maður sem að hefur spilað fyrir lið þar sem eru 12 góðir leikmenn. Þú færð 18-24 mínútur i leik. Hann verður ekkert litill í sér ef hann spilar 18 mín. Á meðan að það eru margir erlendir leikmenn sem koma hingað eru vanir því að vera sleðar í sínum líðum,“ sagði Helgi Már Magnússon og Pavel tók við boltanum: „Það sem allir höfðu áhyggjur af er hvort að Stjarnan mundi riðla einhverju með þessari viðbót. Þess vegna bjóst maður við meiri varaskeifu. Þetta gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum.“ Pruitt að lenda í Keflavík Bandaríkjamaðurinn Nigel Pruitt, sem var í Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð, er samkvæmt GAZ-mönnum að lenda í Keflavík og mun klára tímabilið þar. „Enn sem komið er eru allar breytingar og bætingar [hjá Keflavík] þannig að þeir hafa ekki farið út fyrir þennan ramma sem þeir eru að vinna eftir. Annað hvort ertu góður í að koma þér á körfuna eða þú ert góður skotmaður. Allt annað er í raun og veru aukaatriði,“ segir Pavel. „Ég er samt alveg sammála því að ef að Pétur [Ingvarsson] er þinn þjálfari og hann er með einhvern leikstíl eða einhverja fílósofiu þá verður þú bara að trúa og styðja hann í þeirri pælingu, þú getur ekki bara allt í einu fengið einhvern til að gera eitthvað öfugt við það sem hann er búinn að tala um í allan vetur,“ segir Helgi og bætir við: „Hann mun eiga leiki, þar sem hann er heitur og skila tuttugu og eitthvað stigum.“ „Hann var einu sinni háloftafugl“ Gæðin í Bónus-deildinni eru slík í vetur að fyrrverandi NBA-leikmenn eru farnir að láta á sér kræla og landaði Grindavík hinum 38 ára gamla Jeremy Pargo. „Hann var einu sinni háloftafugl en það hefur hægst verulega á honum enda 38 ára gamall,“ „Hann er orðinn meiri svona naskur leikstjórnandi. Góður sendingarmaður og notar líkamann vel til þess að hlífa boltanum, hægja á sér og fara aftur af stað, þessi týpa,“ segir Pavel. Bónus-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Á miðnætti annað kvöld verður glugganum skellt í lás og bannað að bæta við fleiri leikmönnum í liðin í Bónus-deild karla í körfubolta. Á síðustu dögum hafa afar áhugaverðir leikmenn verið kynntir til leiks og strákarnir í GAZinu veltu vöngum yfir nýjum og væntanlegum mönnum sem eflaust munu setja sterkan svip á komandi umferðir og úrslitakeppnina. Pavel segir ljóst að félögin í deildinni hafi áhrif hvert á annað með því að næla sér í feita bita. „Hin liðin voru að reyna að átta sig á því hvað andstæðingar þeirra eru að fara að gera. Til dæmis lið Stjörnunnar sem að bætti við sig… Ég er viss um að Tindastóll er að hugsa þetta öðruvísi núna,“ segir Pavel en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan sem og á hlaðvarpsveitum. HM í handbolta bar þar einnig á góma. Stjörnumenn, sem fyrir leiki kvöldsins eru tveimur stigum á undan Tindastóli á topp deildarinnar, bættu í vikunni við sig 37 ára fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu, sem átt hefur frábæran feril í Evrópu. Sá heitir Jaka Klobucar. En gæti hann ruggað bátnum sem siglt hefur svo vel í vetur? „Þetta er maður sem að hefur spilað fyrir lið þar sem eru 12 góðir leikmenn. Þú færð 18-24 mínútur i leik. Hann verður ekkert litill í sér ef hann spilar 18 mín. Á meðan að það eru margir erlendir leikmenn sem koma hingað eru vanir því að vera sleðar í sínum líðum,“ sagði Helgi Már Magnússon og Pavel tók við boltanum: „Það sem allir höfðu áhyggjur af er hvort að Stjarnan mundi riðla einhverju með þessari viðbót. Þess vegna bjóst maður við meiri varaskeifu. Þetta gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum.“ Pruitt að lenda í Keflavík Bandaríkjamaðurinn Nigel Pruitt, sem var í Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð, er samkvæmt GAZ-mönnum að lenda í Keflavík og mun klára tímabilið þar. „Enn sem komið er eru allar breytingar og bætingar [hjá Keflavík] þannig að þeir hafa ekki farið út fyrir þennan ramma sem þeir eru að vinna eftir. Annað hvort ertu góður í að koma þér á körfuna eða þú ert góður skotmaður. Allt annað er í raun og veru aukaatriði,“ segir Pavel. „Ég er samt alveg sammála því að ef að Pétur [Ingvarsson] er þinn þjálfari og hann er með einhvern leikstíl eða einhverja fílósofiu þá verður þú bara að trúa og styðja hann í þeirri pælingu, þú getur ekki bara allt í einu fengið einhvern til að gera eitthvað öfugt við það sem hann er búinn að tala um í allan vetur,“ segir Helgi og bætir við: „Hann mun eiga leiki, þar sem hann er heitur og skila tuttugu og eitthvað stigum.“ „Hann var einu sinni háloftafugl“ Gæðin í Bónus-deildinni eru slík í vetur að fyrrverandi NBA-leikmenn eru farnir að láta á sér kræla og landaði Grindavík hinum 38 ára gamla Jeremy Pargo. „Hann var einu sinni háloftafugl en það hefur hægst verulega á honum enda 38 ára gamall,“ „Hann er orðinn meiri svona naskur leikstjórnandi. Góður sendingarmaður og notar líkamann vel til þess að hlífa boltanum, hægja á sér og fara aftur af stað, þessi týpa,“ segir Pavel.
Bónus-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira