NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 10:00 Þrír NBA leikmenn eru komnir í Bónus deildina eða þeir Justin James, Jeremy Pargo og Ty-Shon Alexander. Hér sjást þeir vera að spila Í NBA deildinni. Getty Images Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu. Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur. NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur.
NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira