Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2025 15:46 Til greina kæmi að reisa móttökustöð fyrir fljótandi koltvísýring við höfnina í Þorlákshöfn og dæla honum þaðan til niðurdælingarholna annars staðar. Áform Carbfix eru skammt á veg komin en bæjarstjórn Ölfuss tekur viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir á fundi í næstu viku. Vísir/Egill Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. Bæjarráð Ölfuss tók jákvætt í erindi um uppbyggingu kolefnisförgunarstöðvar Carbfix í sveitarfélaginu á fundi í síðustu viku. Taka á viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, eru á meðal þeirra sem halda erindi á fundinum sem Carbfix hefur boðað til í Versölum í Þorlákshöfn á mánudag, 27. janúar. Fara á yfir hvers vegna kolefnisförgunarstöðvar eru byggðar, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa, að því er kemur fram í fundarboðinu. Boðið verður upp á spurningar úr sal og af netinu. Förgun kolefnisins á að fara fram með aðferð sem Carbfix hefur þróað sem felst í því að koltvísýringi er dælt djúpt ofan í jörðina þar sem hann binst varanlega í steindir. Niðurdæling af þessu tagi hefur farið fram við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi frá 2012. Carbfix er langt komið með að binda bæði koltvísýrings- og brennisteinsvetnislosun frá jarðvarmavirkjuninni með aðferðinni. Frá 2014 hefur fyrirtækið dælt 75.000 tonnum af koltvísýringi niður í borholur við virkjunina. Nánast allt utan vatnsverndarsvæða komi til greina Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir stöðina sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi svipaða þeirri sem stefnt er á að reisa við Straumsvík í Hafnarfirði. Hún sé í samræmi við vilja og stefnu Carbfix um að nýta tækni sína á fleiri stöðum. Fundurinn á mánudaginn sé upphafið að samtali um staðsetningu, áhrif og ávinning af verkefninu. Líkt og í Straumvík væri ætlunin að flytja koltvísýring á fljótandi formi með flutningaskipum til Ölfuss. Hafnarstjórn Þorlákshafnar er á meðal aðila viljayfirlýsingarinnar sem bæjarstjórnin hefur til umfjöllunar. Til þess þyrfti að reisa móttökustöð með tönkum en þaðan yrði vökvinn fluttur í gegnum leiðslur til niðurdælingarborholna. Fyrirhuguð staðsetning borholnanna nálægt íbúabyggð hefur verið umdeild í Hafnarfirði þar sem hópur íbúar hefur krafist íbúakosningar um kolefnisförgunarmiðstöðina Coda Terminal. Í Ölfusi koma nánast allar staðsetningar utan vatnsverndarsvæða til greina fyrir borholurnar, að sögn Ólafs. Móttökustöð fyrir gasið þyrfti að vera annað hvort við höfnina í Þorlákshöfn eða lengra frá bænum. Carbfix vilji þróa verkefnið með íbúum frá byrjun, þar á meðal staðsetningu stöðvarinnar. „Við ætlum að láta íbúana hafa meira um það segja og þess vegna er allt opið eins og staðan er núna,“ segir Ólafur um áformin. Loftslagsmál Ölfus Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Bæjarráð Ölfuss tók jákvætt í erindi um uppbyggingu kolefnisförgunarstöðvar Carbfix í sveitarfélaginu á fundi í síðustu viku. Taka á viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, eru á meðal þeirra sem halda erindi á fundinum sem Carbfix hefur boðað til í Versölum í Þorlákshöfn á mánudag, 27. janúar. Fara á yfir hvers vegna kolefnisförgunarstöðvar eru byggðar, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa, að því er kemur fram í fundarboðinu. Boðið verður upp á spurningar úr sal og af netinu. Förgun kolefnisins á að fara fram með aðferð sem Carbfix hefur þróað sem felst í því að koltvísýringi er dælt djúpt ofan í jörðina þar sem hann binst varanlega í steindir. Niðurdæling af þessu tagi hefur farið fram við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi frá 2012. Carbfix er langt komið með að binda bæði koltvísýrings- og brennisteinsvetnislosun frá jarðvarmavirkjuninni með aðferðinni. Frá 2014 hefur fyrirtækið dælt 75.000 tonnum af koltvísýringi niður í borholur við virkjunina. Nánast allt utan vatnsverndarsvæða komi til greina Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir stöðina sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi svipaða þeirri sem stefnt er á að reisa við Straumsvík í Hafnarfirði. Hún sé í samræmi við vilja og stefnu Carbfix um að nýta tækni sína á fleiri stöðum. Fundurinn á mánudaginn sé upphafið að samtali um staðsetningu, áhrif og ávinning af verkefninu. Líkt og í Straumvík væri ætlunin að flytja koltvísýring á fljótandi formi með flutningaskipum til Ölfuss. Hafnarstjórn Þorlákshafnar er á meðal aðila viljayfirlýsingarinnar sem bæjarstjórnin hefur til umfjöllunar. Til þess þyrfti að reisa móttökustöð með tönkum en þaðan yrði vökvinn fluttur í gegnum leiðslur til niðurdælingarborholna. Fyrirhuguð staðsetning borholnanna nálægt íbúabyggð hefur verið umdeild í Hafnarfirði þar sem hópur íbúar hefur krafist íbúakosningar um kolefnisförgunarmiðstöðina Coda Terminal. Í Ölfusi koma nánast allar staðsetningar utan vatnsverndarsvæða til greina fyrir borholurnar, að sögn Ólafs. Móttökustöð fyrir gasið þyrfti að vera annað hvort við höfnina í Þorlákshöfn eða lengra frá bænum. Carbfix vilji þróa verkefnið með íbúum frá byrjun, þar á meðal staðsetningu stöðvarinnar. „Við ætlum að láta íbúana hafa meira um það segja og þess vegna er allt opið eins og staðan er núna,“ segir Ólafur um áformin.
Loftslagsmál Ölfus Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira