Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:32 Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun