Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. janúar 2025 21:09 Finnur Freyr var eðlilega ósáttur eftir stórtap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem var allt annað en sáttur við sína menn eftir 28 stiga stórtap liðsins fyrir Þór í Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira