Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2025 11:40 Kristrún óskaði eftir sparnaðarráður frá þjóðinni og Einar Örn Ólafsson og félagar í Play svöruðu kallinu. Vísir Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði það einu af sínum fyrstu verkefnum í embætti forsætisráðherra að óska eftir sparnaðarráðum frá þjóðinni. Þjóðin hefur ekki setið á sér og tillögurnar eru nú orðnar 2772. Ýmissa grasa kennir í tillögunum. Nokkuð algengt er að fólk leggi til að ÁTVR verði lögð niður og ýmsar stofnanir sameinaðar. Þá leggur einn til að Ísland segi sig úr NATO og leigi bandalaginu aðstöðu hér á landi fyrir litla eitt hundrað milljarða á ári. Ríkið kaupi alltaf ódýrasta miðann Flugfélagið Play hefur nú skilað inn tvíþættri tillögu að aukinni ráðdeild í ríkisrekstri. Fyrri liðurinn er einfaldur, að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Síðari liðurinn snýr að vildarpunktafríðindum opinberra starfsmanna, sem hafa áður komið til umræðu. Augljósir hagsmunir fyrir hendi Í tillögu Play segir að Icelandair bjóði viðskiptavinum sínum upp á að safna vildarpunktum þegar ferðir eru bókaðar með flugfélaginu. Play bjóði ekki upp á sömu þjónustu en bjóði aftur á móti hagstæðara verð fyrir sömu þjónustu. Þegar ríkið kaupir flug fyrir opinbera starfsmenn með Icelandair fái starfsmennirnir persónulega vildarpunkta til einkanota. „Þannig hafa opinberir starfsmenn mikla hagsmuni af því að ferðin sé frekar bókuð með Icelandair en Play. Þá má hins vegar fullyrða að flug með PLAY sé í langflestum tilvikum ódýrar en Icelandair. Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur.“ Alþingi keypti fjörutíu sinnum meira af Icelandair en Play Skýrt dæmi um að ríkisstarfsmenn velji dýrari kostinn séu flugferðir Alþingismanna árið 2023. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafi Alþingi keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Munurinn þar á milli er rúmlega fjörutíufaldur. Ekki sé hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play fljúgi til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu séu að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna, sem ætti ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. „Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum. Play telur ríkið geta sparað að minnsta kosti tugi milljóna á ári með því að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“ Play Icelandair Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði það einu af sínum fyrstu verkefnum í embætti forsætisráðherra að óska eftir sparnaðarráðum frá þjóðinni. Þjóðin hefur ekki setið á sér og tillögurnar eru nú orðnar 2772. Ýmissa grasa kennir í tillögunum. Nokkuð algengt er að fólk leggi til að ÁTVR verði lögð niður og ýmsar stofnanir sameinaðar. Þá leggur einn til að Ísland segi sig úr NATO og leigi bandalaginu aðstöðu hér á landi fyrir litla eitt hundrað milljarða á ári. Ríkið kaupi alltaf ódýrasta miðann Flugfélagið Play hefur nú skilað inn tvíþættri tillögu að aukinni ráðdeild í ríkisrekstri. Fyrri liðurinn er einfaldur, að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Síðari liðurinn snýr að vildarpunktafríðindum opinberra starfsmanna, sem hafa áður komið til umræðu. Augljósir hagsmunir fyrir hendi Í tillögu Play segir að Icelandair bjóði viðskiptavinum sínum upp á að safna vildarpunktum þegar ferðir eru bókaðar með flugfélaginu. Play bjóði ekki upp á sömu þjónustu en bjóði aftur á móti hagstæðara verð fyrir sömu þjónustu. Þegar ríkið kaupir flug fyrir opinbera starfsmenn með Icelandair fái starfsmennirnir persónulega vildarpunkta til einkanota. „Þannig hafa opinberir starfsmenn mikla hagsmuni af því að ferðin sé frekar bókuð með Icelandair en Play. Þá má hins vegar fullyrða að flug með PLAY sé í langflestum tilvikum ódýrar en Icelandair. Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur.“ Alþingi keypti fjörutíu sinnum meira af Icelandair en Play Skýrt dæmi um að ríkisstarfsmenn velji dýrari kostinn séu flugferðir Alþingismanna árið 2023. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafi Alþingi keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Munurinn þar á milli er rúmlega fjörutíufaldur. Ekki sé hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play fljúgi til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu séu að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna, sem ætti ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. „Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum. Play telur ríkið geta sparað að minnsta kosti tugi milljóna á ári með því að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“
Play Icelandair Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira