„Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. janúar 2025 22:24 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Hann er ánægður með sína menn en segir liðið þó enn eiga mikið inni. vísir / diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 81-75 sigur sinna manna á Álftanesi og stoltur af fjölhæfninni sem liðið býr yfir. Liðið hefur unnið tvo, mjög ólíka, leiki á árinu og lítur vel út fyrir úrslitakeppnina að mati Rúnars, en getur gert margt betur. „Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
„Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins