„Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. janúar 2025 22:24 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Hann er ánægður með sína menn en segir liðið þó enn eiga mikið inni. vísir / diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 81-75 sigur sinna manna á Álftanesi og stoltur af fjölhæfninni sem liðið býr yfir. Liðið hefur unnið tvo, mjög ólíka, leiki á árinu og lítur vel út fyrir úrslitakeppnina að mati Rúnars, en getur gert margt betur. „Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
„Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira