Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2025 13:29 Á hótelinu er að finna veitingastað og spa. Aðsend Hótel Selfoss hefur skrifað undir samning við Marriott International um að hótelið verði Four Points by Sheraton hótel, eitt af yfir 30 framúrskarandi vörumerkjum Marriott Bonvoy. Í tilkynningu segir að Marriott Bonvoy sé ein stærsta og þekktasta hótelkeðja heims, þekkt fyrir afburða þjónustu og mikil þægindi. „Við erum mjög spennt að fá Hótel Selfoss inn í Marriott Bonvoy sem Four Points by Sheraton hótel. Staðsetning hótelsins er frábær, þjónustan framúrskarandi, herbergin rúmgóð og öll aðstaða til fyrirmyndar,“ segir Axel Steinbach, þróunarstjóri Marriott International fyrir Norðurlöndin í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að með því að tengjast Marriott muni Hótel Selfoss styrkja stöðu sína á hótelmarkaði og bjóða gestum upp á nýja og spennandi möguleika. Hótel Selfoss er staðsett við bakka Ölfusár á Selfossi. „Við erum mjög ánægð með þessa breytingu og teljum að samstarfið við Marriott muni hjálpa okkur að veita gestum hótelsins enn betri upplifun. Jafnframt mun tengingin við Bonvoy skapa ný markaðstækifæri fyrir Hótel Selfoss,“ segir Björgvin Jóhannesson, hótelstjóri Hótel Selfoss Ekki áhrif á verðskrá Sigríður Gröndal, framkvæmdastjóri JAE ehf, sem keypti Hótel Selfoss árið 2022 segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á verðskrá hótelsins. „Nei. Verðið er síbreytilegt og ræðst af framboði og eftirspurn, rétt eins og flugfargjöld í flugvélum,“ segir Sigríður í svari til fréttastofu. Þá segir hún einnig að það verði skoðað hvort fleiri hótel í eigu JAE ehf geti orðið Marriott hótel. JAE ehf á til dæmis Hótel Vestmannaeyjar. Fréttin hefur verið uppfærð með svari Sigríðar. Hótel á Íslandi Árborg Tengdar fréttir Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. 31. desember 2022 10:34 Nýr hótelstjóri á Hótel Selfossi í kjölfar eigendaskipta Björgvin Jóhannesson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Selfoss. 6. febrúar 2023 11:04 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu segir að Marriott Bonvoy sé ein stærsta og þekktasta hótelkeðja heims, þekkt fyrir afburða þjónustu og mikil þægindi. „Við erum mjög spennt að fá Hótel Selfoss inn í Marriott Bonvoy sem Four Points by Sheraton hótel. Staðsetning hótelsins er frábær, þjónustan framúrskarandi, herbergin rúmgóð og öll aðstaða til fyrirmyndar,“ segir Axel Steinbach, þróunarstjóri Marriott International fyrir Norðurlöndin í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að með því að tengjast Marriott muni Hótel Selfoss styrkja stöðu sína á hótelmarkaði og bjóða gestum upp á nýja og spennandi möguleika. Hótel Selfoss er staðsett við bakka Ölfusár á Selfossi. „Við erum mjög ánægð með þessa breytingu og teljum að samstarfið við Marriott muni hjálpa okkur að veita gestum hótelsins enn betri upplifun. Jafnframt mun tengingin við Bonvoy skapa ný markaðstækifæri fyrir Hótel Selfoss,“ segir Björgvin Jóhannesson, hótelstjóri Hótel Selfoss Ekki áhrif á verðskrá Sigríður Gröndal, framkvæmdastjóri JAE ehf, sem keypti Hótel Selfoss árið 2022 segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á verðskrá hótelsins. „Nei. Verðið er síbreytilegt og ræðst af framboði og eftirspurn, rétt eins og flugfargjöld í flugvélum,“ segir Sigríður í svari til fréttastofu. Þá segir hún einnig að það verði skoðað hvort fleiri hótel í eigu JAE ehf geti orðið Marriott hótel. JAE ehf á til dæmis Hótel Vestmannaeyjar. Fréttin hefur verið uppfærð með svari Sigríðar.
Hótel á Íslandi Árborg Tengdar fréttir Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. 31. desember 2022 10:34 Nýr hótelstjóri á Hótel Selfossi í kjölfar eigendaskipta Björgvin Jóhannesson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Selfoss. 6. febrúar 2023 11:04 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. 31. desember 2022 10:34
Nýr hótelstjóri á Hótel Selfossi í kjölfar eigendaskipta Björgvin Jóhannesson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Selfoss. 6. febrúar 2023 11:04