Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira. Sæþór Benjamín Randalsson fellir sleggjudóma með alhæfingum sem jú vissulega er í samræmi við það sem kemur fram í vikulegu podkasti hans, „Marxískir mánudagar“, en eru i engu samræmi við íslenskan raunveruleika. Í áramótakveðju sinni til íslenskra veitingahúsa, verður honum tíðrætt um miðstéttir og mútur, en hér eru nokkrar upphrópanir hans: „Þessi iðnaður er leikvöllur fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ við á ævinni.“ „Þeir krefast þess að veitingahúsin sem þeir stofna skili reglulegum hagnaði til að fjármagna íburðarmikinn lífstíll þeirra.“ „Eigendur sjálfir elda ekki, þrífa eða taka við pöntunum, veitingastaðirnir eru byggðir, skreyttir og mönnuð af öðru fólki.“ „Eigendur eru sníkjudýraflokkur sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra.“ „Það er ógeðsleg hegðun sem leiðir til ástandsins í USA þar sem fangar eru keyrðir inn til að elda mat á veitingahúsum á enn lægri launum en frjálsir borgarar þurfa að greiða.“ Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning! Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk! Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira. Sæþór Benjamín Randalsson fellir sleggjudóma með alhæfingum sem jú vissulega er í samræmi við það sem kemur fram í vikulegu podkasti hans, „Marxískir mánudagar“, en eru i engu samræmi við íslenskan raunveruleika. Í áramótakveðju sinni til íslenskra veitingahúsa, verður honum tíðrætt um miðstéttir og mútur, en hér eru nokkrar upphrópanir hans: „Þessi iðnaður er leikvöllur fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ við á ævinni.“ „Þeir krefast þess að veitingahúsin sem þeir stofna skili reglulegum hagnaði til að fjármagna íburðarmikinn lífstíll þeirra.“ „Eigendur sjálfir elda ekki, þrífa eða taka við pöntunum, veitingastaðirnir eru byggðir, skreyttir og mönnuð af öðru fólki.“ „Eigendur eru sníkjudýraflokkur sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra.“ „Það er ógeðsleg hegðun sem leiðir til ástandsins í USA þar sem fangar eru keyrðir inn til að elda mat á veitingahúsum á enn lægri launum en frjálsir borgarar þurfa að greiða.“ Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning! Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk! Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun