Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2024 12:21 Fasteignamarkaðurinn á fyrri hluta ársins var gjörólíkur markaðnum á seinni hluta ársins, segir Páll Pálsson, fasteignasali. Vísir/Vilhelm Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins.
Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira