„Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:23 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, fer yfir málin með sínum mönnum í kvöld. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara virkilega kærkomið í ljósi þess hvernig þessi vetur er búinn að vera. Ég er bara átrúlega ánægður með strákana,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir sterkan og mikilvægan níu stiga sigur gegn Tindastóli í Bónus-deild karla í kvöld. „Leikurinn litast svolítið af fjarveru manna. Okkur vantaði leikstjórnanda og þá vantaði svolítið upp á stærðina í teignum hjá sér. Leikurinn var svolítið skrýtinn frá fyrstu mínútu og bara nánast allan leikinn. Við vorum aðeins of seinir að rótera í vörninni og vorum að fá mikið af heimskulegum körfum á okkur. En við náðum að laga það og fórum að vera þolinmóðari í sókninni og þá fórum við að gera betur.“ „Þeir voru aggressívir við okkur hérna í seinni hálfleik, en við náðum að leysa það vel þó við höfum kannski hleypt þeim fullnálægt okkur.“ Hann viðurkennir að það hafi farið um hann óþægileg tilfinning þegar Tindastólsmenn náðu að minnka muninn niður í tíu stig eftir að Valsliðið náði mest 23 stiga forskoti. „Já og það sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu. Þeim finnst þeir geta gert betur.“ Sigur kvöldsins þýðir að Valsmenn verða ekki í fallsæti þegar jólahátíðin gengur í garð, en Finnur er þó langt frá því að ætla að fara að fagna of snemma. „Við erum bara með fjóra sigra og það er fullt af liðum með fjóra sigra. Okkar fókus er fyrst og fremst bara að verða betri og finna okkar „identity“. Finna hvað við viljum gera í vörn og sókn og reyna að gera það töluvert betur en við höfum verið að gera.“ „Fókusinn er bara að koma okkur á betri stað, æfa vel og sýna okkur sjálfum betri frammistöðu en við höfum verið að sýna,“ sagði Finnur að lokum Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Leikurinn litast svolítið af fjarveru manna. Okkur vantaði leikstjórnanda og þá vantaði svolítið upp á stærðina í teignum hjá sér. Leikurinn var svolítið skrýtinn frá fyrstu mínútu og bara nánast allan leikinn. Við vorum aðeins of seinir að rótera í vörninni og vorum að fá mikið af heimskulegum körfum á okkur. En við náðum að laga það og fórum að vera þolinmóðari í sókninni og þá fórum við að gera betur.“ „Þeir voru aggressívir við okkur hérna í seinni hálfleik, en við náðum að leysa það vel þó við höfum kannski hleypt þeim fullnálægt okkur.“ Hann viðurkennir að það hafi farið um hann óþægileg tilfinning þegar Tindastólsmenn náðu að minnka muninn niður í tíu stig eftir að Valsliðið náði mest 23 stiga forskoti. „Já og það sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu. Þeim finnst þeir geta gert betur.“ Sigur kvöldsins þýðir að Valsmenn verða ekki í fallsæti þegar jólahátíðin gengur í garð, en Finnur er þó langt frá því að ætla að fara að fagna of snemma. „Við erum bara með fjóra sigra og það er fullt af liðum með fjóra sigra. Okkar fókus er fyrst og fremst bara að verða betri og finna okkar „identity“. Finna hvað við viljum gera í vörn og sókn og reyna að gera það töluvert betur en við höfum verið að gera.“ „Fókusinn er bara að koma okkur á betri stað, æfa vel og sýna okkur sjálfum betri frammistöðu en við höfum verið að sýna,“ sagði Finnur að lokum
Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira