Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2024 13:03 HS orka er með hæsta smásöluverð á raforku til neytenda samkvæmt úttekt ASÍ. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir eðlilegar skýringar á verðhækkunum síðasta árið. Vísir Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja. Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja.
Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira