Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. desember 2024 13:02 Hér á landi hafa ýmsir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið fullyrt að sótt verði um inngöngu í sambandið í Noregi eftir næstu þingkosningar þar í landi sem fram fara að óbreyttu eftir rúmt ár án þess þó að færa nokkur haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu. Væntanlega hafa þeir þá eitthvað meiri upplýsingar um það en leiðtogi hreyfingar norskra stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið. Haft er þannig eftir Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar, í dagblaðinu Nettavisen í gær að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili, sem verður frá 2025-2029, aðspurð hvort hún héldi að til þess kæmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar gæti það mögulega að hennar mati orðið í kringum 2030. Það er að segja á þarnæsta kjörtímabili. Tilefni fréttarinnar var niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið InFact vann fyrir blaðið og sýnir meirihluta Norðmanna sem fyrr andvígan inngöngu í Evrópusambandið, eða 55,7% á móti 28,3% en meirihluti hefur verið á móti því að Noregur gengi í sambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í byrjun árs 2005. Til að mynda er meirihluti andvígur inngöngu í öllum aldurshópum. Fremur bjartsýnt mat frekar en hitt Viðbúið er að fremur sé um bjartsýnt mat af hálfu Lunde, jafnvel óskhyggju, að ræða fremur en hitt. Hún hefur þannig án efa reynt að vera eins bjartsýn og hún hefur talið unnt og líklega rúmlega það. Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að tekin verði skref í Noregi í átt að inngöngu í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef einhvern tímann hvað sem líður innistæðulausun fullyrðingum hér á landi. Fyrir utan niðurstöður kannana í Noregi eru flestir stjórnmálaflokkar landsins andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Sömu þrír flokkar og lengi hafa verið hlynntir inngöngu eru það enn. Fyrir vikið er enginn meirihluti á norska Stórþinginu fyrir málinu. Þá eru ríkisstjórnir yfirleitt myndaðar til hægri eða vinstri sem þýðir að ekki verða myndaðar ríkisstjórnir einhuga um inngöngu í sambandið. Hitt er svo annað mál að um gamlan leik er að ræða. Þannig hefur ítrekað verið fullyrt af norskum Evrópusambandssinnum á liðnum áratugum að við Íslendingar værum á leið í Evrópusambandið á sama tíma og hérlendir stuðningsmenn inngöngu í sambandið hafa reglulega fullyrt að það sama ætti við um Norðmenn. Án alls haldbærs rökstuðnings. Hvorugt er hins vegar né hefur verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa ýmsir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið fullyrt að sótt verði um inngöngu í sambandið í Noregi eftir næstu þingkosningar þar í landi sem fram fara að óbreyttu eftir rúmt ár án þess þó að færa nokkur haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu. Væntanlega hafa þeir þá eitthvað meiri upplýsingar um það en leiðtogi hreyfingar norskra stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið. Haft er þannig eftir Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar, í dagblaðinu Nettavisen í gær að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili, sem verður frá 2025-2029, aðspurð hvort hún héldi að til þess kæmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar gæti það mögulega að hennar mati orðið í kringum 2030. Það er að segja á þarnæsta kjörtímabili. Tilefni fréttarinnar var niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið InFact vann fyrir blaðið og sýnir meirihluta Norðmanna sem fyrr andvígan inngöngu í Evrópusambandið, eða 55,7% á móti 28,3% en meirihluti hefur verið á móti því að Noregur gengi í sambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í byrjun árs 2005. Til að mynda er meirihluti andvígur inngöngu í öllum aldurshópum. Fremur bjartsýnt mat frekar en hitt Viðbúið er að fremur sé um bjartsýnt mat af hálfu Lunde, jafnvel óskhyggju, að ræða fremur en hitt. Hún hefur þannig án efa reynt að vera eins bjartsýn og hún hefur talið unnt og líklega rúmlega það. Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að tekin verði skref í Noregi í átt að inngöngu í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef einhvern tímann hvað sem líður innistæðulausun fullyrðingum hér á landi. Fyrir utan niðurstöður kannana í Noregi eru flestir stjórnmálaflokkar landsins andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Sömu þrír flokkar og lengi hafa verið hlynntir inngöngu eru það enn. Fyrir vikið er enginn meirihluti á norska Stórþinginu fyrir málinu. Þá eru ríkisstjórnir yfirleitt myndaðar til hægri eða vinstri sem þýðir að ekki verða myndaðar ríkisstjórnir einhuga um inngöngu í sambandið. Hitt er svo annað mál að um gamlan leik er að ræða. Þannig hefur ítrekað verið fullyrt af norskum Evrópusambandssinnum á liðnum áratugum að við Íslendingar værum á leið í Evrópusambandið á sama tíma og hérlendir stuðningsmenn inngöngu í sambandið hafa reglulega fullyrt að það sama ætti við um Norðmenn. Án alls haldbærs rökstuðnings. Hvorugt er hins vegar né hefur verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun