Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 15:25 Ólafur Margeirsson hagfræðingur segir dæmi um lánakvóta í mörgum öðrum löndum. Vísir Hagfræðingur leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Mikilvægt sé að bankinn geti náð markmiðum sínum með öðrum hætti en tíðum og miklum stýrivaxtabreytingum. Þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri. „Ef Seðlabankinn notar lánakvóta til þess ná verðbólgumarkmiði sínu má gera ráð fyrir að minni þörf yrði á stýrivaxtabreytingum. Auðvelt er raunar að sjá fyrir sér að lækka mætti stýrivexti hraðar en ella því lánakvótar sæju til þess að takmarka magn fjármagns sem kæmi frá bankastofnunum sem og að beina því í farvegi sem hjálpaði Seðlabankanum við að ná verðbólgumarkmiði sínu,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur í aðsendri grein á Vísi. Lánakvótar eru kvótar eða skilyrði á lán sem bankastofnanir veita. Ólafur segir þá ekki ósvipaða fiskveiðikvótanum sem notaður er til þess að ákveða hámark afla hvers árs með það að markmiði að viðhalda sjálfbærri nýtingu á auðlindum sjávar. Vextir á húsnæðislánum hækkuðu mikið í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabankans.vísir/vilhelm Gætu hvatt bankastofnanir til að lána meira til byggingaraðila Ólafur segir að lánakvótarnir ættu í fyrsta lagi að beinast að því að minnka framboðsskort á vörum og þjónustu til að draga úr verðbólguþrýstingi á viðkomandi markaði og þar með í hagkerfinu öllu. „Í samhengi húsnæðismarkaðsins myndu lánakvótar hvetja bankastofnanir til þess að lána meira til byggingaraðila og annarra sem væru að byggja íbúðir til þess auka nýbyggingarmagn og draga úr leiguverðs- og verðbólguþrýstingi. „Í öðru lagi myndu lánakvótarnir beinast að því að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu, líkt og stýrivaxtahækkanir gera, aftur með það að markmiði að draga úr verðbólgu,“ segir Ólafur í grein sinni. Lánakvótar verið notaðir í fjölda landa „Lánakvótar geta tekið ýmsum breytingum og verða að gera það – líkt og kvótar í sjávarútvegi gera – eftir því hvernig viðrar í hagkerfinu. Þróun þeirra og framkvæmd er líka mismunandi en til einföldunar má draga þá saman í tvo flokka: lánakvótar sem eru háðir einhvers konar hlutfallstölum, t.d. miðað við eignir banka, tekjur lántaka eða verðbólgu, og lánakvótar sem tiltaka heildarmagn lána, þ.e. heildarflæði, yfir ákveðið tímabil.” Ólafur segir að það kæmi í hlut Seðlabanka Íslands að þróa, ákveða, uppfæra og fylgja eftir lánakvótum á Íslandi með það að markmiði að ná verðbólgumarkmiði bankans. Mörg lönd á borð við Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Japan, Kína og Indland hafi notað lánakvóta í gegnum tíðina. Hann bætir við að til dæmis væri hægt að beita lánakvótum á verðtryggð lán til að draga úr umfangi þeirra. „Núverandi seðlabankastjóri benti á það árið 2012 að „verðtrygging þvælist fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans, einkum þó leiðni stýrivaxta yfir til langtímavaxta“ svo minna af verðtryggðum lánum þýddi að peningamálastefna Seðlabankans virkaði betur og hægt væri að lækka vexti.“ Að mati Ólafs skortir pólitískan vilja til þess að leyfa Seðlabankanum að nota umrædda lánakvóta. Til þess þurfi nýtt Alþingi að breyta lögum og reglum er viðkoma starfsemi Seðlabanka Íslands. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
„Ef Seðlabankinn notar lánakvóta til þess ná verðbólgumarkmiði sínu má gera ráð fyrir að minni þörf yrði á stýrivaxtabreytingum. Auðvelt er raunar að sjá fyrir sér að lækka mætti stýrivexti hraðar en ella því lánakvótar sæju til þess að takmarka magn fjármagns sem kæmi frá bankastofnunum sem og að beina því í farvegi sem hjálpaði Seðlabankanum við að ná verðbólgumarkmiði sínu,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur í aðsendri grein á Vísi. Lánakvótar eru kvótar eða skilyrði á lán sem bankastofnanir veita. Ólafur segir þá ekki ósvipaða fiskveiðikvótanum sem notaður er til þess að ákveða hámark afla hvers árs með það að markmiði að viðhalda sjálfbærri nýtingu á auðlindum sjávar. Vextir á húsnæðislánum hækkuðu mikið í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabankans.vísir/vilhelm Gætu hvatt bankastofnanir til að lána meira til byggingaraðila Ólafur segir að lánakvótarnir ættu í fyrsta lagi að beinast að því að minnka framboðsskort á vörum og þjónustu til að draga úr verðbólguþrýstingi á viðkomandi markaði og þar með í hagkerfinu öllu. „Í samhengi húsnæðismarkaðsins myndu lánakvótar hvetja bankastofnanir til þess að lána meira til byggingaraðila og annarra sem væru að byggja íbúðir til þess auka nýbyggingarmagn og draga úr leiguverðs- og verðbólguþrýstingi. „Í öðru lagi myndu lánakvótarnir beinast að því að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu, líkt og stýrivaxtahækkanir gera, aftur með það að markmiði að draga úr verðbólgu,“ segir Ólafur í grein sinni. Lánakvótar verið notaðir í fjölda landa „Lánakvótar geta tekið ýmsum breytingum og verða að gera það – líkt og kvótar í sjávarútvegi gera – eftir því hvernig viðrar í hagkerfinu. Þróun þeirra og framkvæmd er líka mismunandi en til einföldunar má draga þá saman í tvo flokka: lánakvótar sem eru háðir einhvers konar hlutfallstölum, t.d. miðað við eignir banka, tekjur lántaka eða verðbólgu, og lánakvótar sem tiltaka heildarmagn lána, þ.e. heildarflæði, yfir ákveðið tímabil.” Ólafur segir að það kæmi í hlut Seðlabanka Íslands að þróa, ákveða, uppfæra og fylgja eftir lánakvótum á Íslandi með það að markmiði að ná verðbólgumarkmiði bankans. Mörg lönd á borð við Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Japan, Kína og Indland hafi notað lánakvóta í gegnum tíðina. Hann bætir við að til dæmis væri hægt að beita lánakvótum á verðtryggð lán til að draga úr umfangi þeirra. „Núverandi seðlabankastjóri benti á það árið 2012 að „verðtrygging þvælist fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans, einkum þó leiðni stýrivaxta yfir til langtímavaxta“ svo minna af verðtryggðum lánum þýddi að peningamálastefna Seðlabankans virkaði betur og hægt væri að lækka vexti.“ Að mati Ólafs skortir pólitískan vilja til þess að leyfa Seðlabankanum að nota umrædda lánakvóta. Til þess þurfi nýtt Alþingi að breyta lögum og reglum er viðkoma starfsemi Seðlabanka Íslands.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49