„Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. desember 2024 22:33 Ty-Shon Alexander lék sinn annan leik fyrir Keflavík í kvöld. getty/Ethan Miller Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld í lokaleik níundu umferðar Bónus deild karla. Keflvíkingar hittu frábærlega úr sínum skotum og fóru með 27 stiga sigur, 120-93. Annar af tveimur nýju leikmönnum Keflvíkur var glaður í leikslok. „Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira
„Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira