„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. desember 2024 21:35 Nikolas Tomsick í leik gegn KR tímabilið 2018-19, þegar hann lék síðast með liðinu. vísir „Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld. „Ég kom hingað bara í gærkvöldi [náði ekki æfingu með liðinu] og er enn að finna út úr hlutunum. Ég reyndi bara að hjálpa liðinu eins mikið og ég gat og fékk að kynnast liðsfélögum mínum inni á vellinum,“ sagði Nikolas um leikinn.Hann spilaði tæpar 25 mínútur, skoraði fjórtán stig og gaf eina stoðsendingu. Lenti í gærkvöldi Þetta hefur verið strembinn sólarhringur en það var ekki að sjá á frammistöðunni að Nikolas væri nýkominn til landsins. „Við fórum aðeins yfir hlutina í gærkvöldi og ég fékk að hitta strákana í dag, ég þekki auðvitað einhverja fyrir. Spilamennskan mun bara batna eftir því sem við spilum oftar saman.“ Ekki ókunnugur Íslandi Nikolas hefur áður spilað hérlendis, hann var í aðalhlutverki hjá Þór veturinn 2018-19, og skoraði þá að meðaltali 22,8 stig, gaf 7,6 stoðsendingar og tók 3,9 fráköst. Hann skilaði litlu síðri tölum hjá Stjörnunni veturinn eftir það og varð bikarmeistari með Garðbæingum, og var svo einnig lykilmaður hjá Tindastóli leiktíðina 2020-21, áður en hann kvaddi Ísland í bili. Tomsick, sem er 33 ára gamall, hefur spilað í Kósovó, Tékklandi, Belgíu og nú síðast Hollandi eftir að hann fór frá Íslandi. „Þetta hefur verið frábær tími en það er frábært að snúa aftur til Íslands. Ég er mjög ánægður að vera mættur aftur og hlakka til að hjálpa liðinu.“ Stefnan sett á titil Þegar Nikolas fór af landinu 2021 var Þór nýorðinn Íslandsmeistari. Liðið hefur ekki sýnt sömu takta síðan þá en stefnan er að sjálfsögðu sett á titil í vor. „Það er markmiðið. Ég er ekki mættur aftur til Íslands til að vera miðlungs. Þeir vilja vinna, ég vil vinna, þannig að markmiðið er að sjálfsögðu að vinna titla,“ sagði Nikolas að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
„Ég kom hingað bara í gærkvöldi [náði ekki æfingu með liðinu] og er enn að finna út úr hlutunum. Ég reyndi bara að hjálpa liðinu eins mikið og ég gat og fékk að kynnast liðsfélögum mínum inni á vellinum,“ sagði Nikolas um leikinn.Hann spilaði tæpar 25 mínútur, skoraði fjórtán stig og gaf eina stoðsendingu. Lenti í gærkvöldi Þetta hefur verið strembinn sólarhringur en það var ekki að sjá á frammistöðunni að Nikolas væri nýkominn til landsins. „Við fórum aðeins yfir hlutina í gærkvöldi og ég fékk að hitta strákana í dag, ég þekki auðvitað einhverja fyrir. Spilamennskan mun bara batna eftir því sem við spilum oftar saman.“ Ekki ókunnugur Íslandi Nikolas hefur áður spilað hérlendis, hann var í aðalhlutverki hjá Þór veturinn 2018-19, og skoraði þá að meðaltali 22,8 stig, gaf 7,6 stoðsendingar og tók 3,9 fráköst. Hann skilaði litlu síðri tölum hjá Stjörnunni veturinn eftir það og varð bikarmeistari með Garðbæingum, og var svo einnig lykilmaður hjá Tindastóli leiktíðina 2020-21, áður en hann kvaddi Ísland í bili. Tomsick, sem er 33 ára gamall, hefur spilað í Kósovó, Tékklandi, Belgíu og nú síðast Hollandi eftir að hann fór frá Íslandi. „Þetta hefur verið frábær tími en það er frábært að snúa aftur til Íslands. Ég er mjög ánægður að vera mættur aftur og hlakka til að hjálpa liðinu.“ Stefnan sett á titil Þegar Nikolas fór af landinu 2021 var Þór nýorðinn Íslandsmeistari. Liðið hefur ekki sýnt sömu takta síðan þá en stefnan er að sjálfsögðu sett á titil í vor. „Það er markmiðið. Ég er ekki mættur aftur til Íslands til að vera miðlungs. Þeir vilja vinna, ég vil vinna, þannig að markmiðið er að sjálfsögðu að vinna titla,“ sagði Nikolas að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira