Forstjóri Dominos til N1 Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 16:34 Magnús Hafliðason hefur verið forstjóri Domino's hér á landi sem og víðar. Dominos Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1. Í tilkynningu Festi, eiganda N1, til Kauphallar segir að Magnús taki samhliða sæti í framkvæmdastjórn Festi snemma á nýju ári. Magnús sé þrautreyndur rekstrar- og markaðsmaður með yfir 25 ára reynslu bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Hann hafi síðastliðin þrjú ár gegnt starfi forstjóra Dominos á Íslandi. Áður hafi hann verið framkvæmdastjóri Dominos í Danmörku 2006 til 2007, rekstrar- og markaðsstjóri Dominos á Íslandi 2011 til 2014, framkvæmdastjóri Dominos í Noregi 2014 til 2017 og sérfræðingur í rekstrar- og markaðsmálum á erlendum mörkuðum Dominos Pizza Group á árunum 2018-2019. Hann hafi verið framkvæmdastjóri Joe and the Juice á árunum 2019 til 2020 áður en hann tók við sem forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Sýnar árið 2020 og sat til 2021. Magnús sé með Executive MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Taki við öflugu félagi „Við erum gríðarlega spennt að fá Magnús Hafliðason til liðs við okkur og trúum því að hann sé rétti maðurinn til að leiða N1 áfram þar sem þekking hans og reynsla í rekstrar- og markaðsmálum ásamt góðri innsýn í tækni tengdri þjónustuupplifun viðskiptavina muni styðja við þá vegferð sem N1 er á. Magnús tekur við gríðarlega öflugu félagi sem er statt í miðjum orkuskiptum og klárt að sækja enn frekar fram. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins,“ er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, forstjóra Festi. „Það er mér mikill heiður að taka við starfi framkvæmdastjóra N1, félags með langa og merka sögu sem nær aftur til ársins 1913. N1 hefur verið leiðandi afl á sínum mörkuðum og ég er afar spenntur fyrir þeim tækifærum sem felast í því að byggja á þeim trausta grunni og leiða félagið inn í nýja tíma. Fyrir höndum eru fjölmörg spennandi verkefni, og félagið er í einstakri stöðu til að styrkja sig enn frekar í takt við þær samfélagsbreytingar sem eru í gangi. Ég er fullur eftirvæntingar og hlakka til að takast á við verkefnið í samstarfi við þann hæfileikaríka hóp sem starfar hjá félaginu,“ er haft eftir Magnúsi. Reynir verður til aðstoðar Samhliða ráðningu Magnúsar taki Reynir Leósson við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra N1. Reynir hafi gegnt starfi forstöðumanns fyrirtækjasviðs síðastliðin þrjú ár og muni áfram sinna því en taki jafnframt að sér víðtækari ábyrgð innan félagsins til að styðja við frekari sókn á breiðari grunni. „Reynir er mjög öflugur stjórnandi sem hefur náð góðum árangri á undanförnum árum og styrkt stöðu okkar á fyrirtækjamarkaði. Hann mun reynast félaginu og viðskiptavinum vel í nýju hlutverki,“ er haft eftir Ástu Sigríði. Festi Bensín og olía Veitingastaðir Vistaskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í tilkynningu Festi, eiganda N1, til Kauphallar segir að Magnús taki samhliða sæti í framkvæmdastjórn Festi snemma á nýju ári. Magnús sé þrautreyndur rekstrar- og markaðsmaður með yfir 25 ára reynslu bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Hann hafi síðastliðin þrjú ár gegnt starfi forstjóra Dominos á Íslandi. Áður hafi hann verið framkvæmdastjóri Dominos í Danmörku 2006 til 2007, rekstrar- og markaðsstjóri Dominos á Íslandi 2011 til 2014, framkvæmdastjóri Dominos í Noregi 2014 til 2017 og sérfræðingur í rekstrar- og markaðsmálum á erlendum mörkuðum Dominos Pizza Group á árunum 2018-2019. Hann hafi verið framkvæmdastjóri Joe and the Juice á árunum 2019 til 2020 áður en hann tók við sem forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Sýnar árið 2020 og sat til 2021. Magnús sé með Executive MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Taki við öflugu félagi „Við erum gríðarlega spennt að fá Magnús Hafliðason til liðs við okkur og trúum því að hann sé rétti maðurinn til að leiða N1 áfram þar sem þekking hans og reynsla í rekstrar- og markaðsmálum ásamt góðri innsýn í tækni tengdri þjónustuupplifun viðskiptavina muni styðja við þá vegferð sem N1 er á. Magnús tekur við gríðarlega öflugu félagi sem er statt í miðjum orkuskiptum og klárt að sækja enn frekar fram. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins,“ er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, forstjóra Festi. „Það er mér mikill heiður að taka við starfi framkvæmdastjóra N1, félags með langa og merka sögu sem nær aftur til ársins 1913. N1 hefur verið leiðandi afl á sínum mörkuðum og ég er afar spenntur fyrir þeim tækifærum sem felast í því að byggja á þeim trausta grunni og leiða félagið inn í nýja tíma. Fyrir höndum eru fjölmörg spennandi verkefni, og félagið er í einstakri stöðu til að styrkja sig enn frekar í takt við þær samfélagsbreytingar sem eru í gangi. Ég er fullur eftirvæntingar og hlakka til að takast á við verkefnið í samstarfi við þann hæfileikaríka hóp sem starfar hjá félaginu,“ er haft eftir Magnúsi. Reynir verður til aðstoðar Samhliða ráðningu Magnúsar taki Reynir Leósson við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra N1. Reynir hafi gegnt starfi forstöðumanns fyrirtækjasviðs síðastliðin þrjú ár og muni áfram sinna því en taki jafnframt að sér víðtækari ábyrgð innan félagsins til að styðja við frekari sókn á breiðari grunni. „Reynir er mjög öflugur stjórnandi sem hefur náð góðum árangri á undanförnum árum og styrkt stöðu okkar á fyrirtækjamarkaði. Hann mun reynast félaginu og viðskiptavinum vel í nýju hlutverki,“ er haft eftir Ástu Sigríði.
Festi Bensín og olía Veitingastaðir Vistaskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira