Skýrsla Vals: Söguleg snilld Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 23:17 Stelpurnar okkar voru frábærar í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira. Einbeitingin var rosaleg í upphafi leiks. Ísland var að mæta ekkert eðlilega stóru og sterku liði. Það var eins og körfuboltalandslið Úkraínu væri mætt. Elín Jóna átti mikið í góðri byrjun þar sem hún varði fyrstu fimm skotin sem hún fékk á sig. Þær úkraínsku voru orðnar svo hræddar að þær bombuðu hátt yfir úr fyrsta vítakastinu. Stelpurnar leystu vel að spila sex gegn sjö sóknarmönnum, þar sem Úkraína spilaði með tvo turna á línunni. Staðan úr 4-3 í 8-3 fyrir Ísland og liðinu gekk vel að keyra upp hraðann. Staðan 16-9 í hálfleik, sjö mörk úr hraðaupphlaupum, Elín Jóna með 60 prósent, já – 60 prósent markvörslu. Ísland líka með átta löglegar stöðvanir í fyrri hálfleik, meira en allan leikinn við Holland. Úkraína neyddist í níu tapaða bolta. Vörn, sókn, markvarsla – allt var að smella. Stelpurnar gerðu þetta full spennandi eftir hléið. Það dró aðeins úr hraðaupphlaupsmörkum Íslands og úkraínska liðið vann sig inn í leikinn. Alltaf þegar þær virtust ætla að skapa alvöru spennu kom hins vegar mark eða góð markvarsla og Hafdís Renötudóttir átti nokkrar góðar í seinni hálfleik. Vörnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist sex, eða jafnvel fimm, á við sjö úkraínska turna í gott sem 50 mínútur. Berglind frábær fyrir framan í 5-1 vörninni og naut sín vel, Thea með mörg stopp og heilt yfir frábær liðsframmistaða á alla kanta. Perlu Ruth leið ekkert frábærlega á bekknum undir lok leiks og kom smá stress. Maður fann það einnig en karakterinn og liðsheildin skilaði þessu yfir línuna. Díana Dögg á sérstaklega hrós skilið fyrir frábæra innkomu. Hún kom inn af fítonskrafti þegar aðrar voru ragari í sókninni. Þetta er sögulegt. Þetta er stórt. Eftir sjö leiki og sjö töp á Evrópumóti er fyrsti sigurinn á EM staðreynd. Stuðningurinn geggjaður úr stúkunni og yndisleg stund eftir leik þegar stelpurnar fögnuðu með sínu fólki, sem þær gleyma eflaust seint. Haldið verður upp á sigurinn í kvöld en á morgun fara okkar konur að einblína á Þjóðverja. Gríðarsterkt lið sem sýndi sig gegn bæði Úkraínu og Hollandi fyrr í kvöld. En það er með mikla pressu á herðunum. Með þessar stelpur okkar í framlínunni er allt hægt og ég efast ekki um að stefnan sé sett á milliriðil í Vínarborg. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Einbeitingin var rosaleg í upphafi leiks. Ísland var að mæta ekkert eðlilega stóru og sterku liði. Það var eins og körfuboltalandslið Úkraínu væri mætt. Elín Jóna átti mikið í góðri byrjun þar sem hún varði fyrstu fimm skotin sem hún fékk á sig. Þær úkraínsku voru orðnar svo hræddar að þær bombuðu hátt yfir úr fyrsta vítakastinu. Stelpurnar leystu vel að spila sex gegn sjö sóknarmönnum, þar sem Úkraína spilaði með tvo turna á línunni. Staðan úr 4-3 í 8-3 fyrir Ísland og liðinu gekk vel að keyra upp hraðann. Staðan 16-9 í hálfleik, sjö mörk úr hraðaupphlaupum, Elín Jóna með 60 prósent, já – 60 prósent markvörslu. Ísland líka með átta löglegar stöðvanir í fyrri hálfleik, meira en allan leikinn við Holland. Úkraína neyddist í níu tapaða bolta. Vörn, sókn, markvarsla – allt var að smella. Stelpurnar gerðu þetta full spennandi eftir hléið. Það dró aðeins úr hraðaupphlaupsmörkum Íslands og úkraínska liðið vann sig inn í leikinn. Alltaf þegar þær virtust ætla að skapa alvöru spennu kom hins vegar mark eða góð markvarsla og Hafdís Renötudóttir átti nokkrar góðar í seinni hálfleik. Vörnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist sex, eða jafnvel fimm, á við sjö úkraínska turna í gott sem 50 mínútur. Berglind frábær fyrir framan í 5-1 vörninni og naut sín vel, Thea með mörg stopp og heilt yfir frábær liðsframmistaða á alla kanta. Perlu Ruth leið ekkert frábærlega á bekknum undir lok leiks og kom smá stress. Maður fann það einnig en karakterinn og liðsheildin skilaði þessu yfir línuna. Díana Dögg á sérstaklega hrós skilið fyrir frábæra innkomu. Hún kom inn af fítonskrafti þegar aðrar voru ragari í sókninni. Þetta er sögulegt. Þetta er stórt. Eftir sjö leiki og sjö töp á Evrópumóti er fyrsti sigurinn á EM staðreynd. Stuðningurinn geggjaður úr stúkunni og yndisleg stund eftir leik þegar stelpurnar fögnuðu með sínu fólki, sem þær gleyma eflaust seint. Haldið verður upp á sigurinn í kvöld en á morgun fara okkar konur að einblína á Þjóðverja. Gríðarsterkt lið sem sýndi sig gegn bæði Úkraínu og Hollandi fyrr í kvöld. En það er með mikla pressu á herðunum. Með þessar stelpur okkar í framlínunni er allt hægt og ég efast ekki um að stefnan sé sett á milliriðil í Vínarborg.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira