Skoðun

Bað- og búnings­klefar okkar kvenna

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Þegar þingmenn ákváðu að stúlkur og konur ættu að missa rétt sinn til einkarými sváfu þeir á verðinum. Þeir létu fámennan hóp telja sér trú um að hér væri veruleg réttarbót fyrir örhóp sem hefur hátt. Kalla það mannréttindi að hafa einkarými af stúlkum og konum.

Kannski samþykktu þingmenn lögin, sem brjóta mannréttindi stúlkna og kvenna, í ógáti, kannski í einhverjum hrossakaupum um málefni á þinginu. Ef ég fæ þetta færð þú þitt. Skilst að svona gangi stundum kaupin fyrir sig á þingi. Stúlkur og konur seldar fyrir nokkra karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, og samtök sem hafa hátt og lepja jafnframt nærri 200 milljónir upp úr ríkisjötunni!

Stúlkur og konur blæða

Réttinda missir stúlkna og kvenna er mikill. Allt of stór hópur þegir yfir þessu en nú er mál að snúa þróuninni við. Það verður að setja viðauka við lögin um kynrænt sjálfræði sem bannar karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, að nota einkarými kvenna. Skólastúlkur sem eru i skólasundi eiga sér einskis ills von, karlmaður sem skilgreinir sig sem kona birtist fyrirvaralaust, með karlkynfæri undir sér. Lögin heimila honum það. Vilt þú að það komi fyrir dóttur þína eða barnabarn?

Kjósum Lýðræðisflokkinn

Lýðræðisflokkurinn siglir ólgusjó. Hefur mátt sæta árásum frá félagssamtökum sem eru á jötu ríkisins og einstaklingum. Málflutningur Lýðræðisflokksins á rétt á sér. Tjáningarfrelsið er það mikilvægast sem hver maður á. Rétturinn til að tjá sig er öllum mikilvægur. Stjórnarskráin okkar kveður á um þennan rétt og hann verður að verja.

Lýðræðisflokkurinn hefur góða málefnaskrá sem vert er að koma að á Alþingi Íslendinga. Væri ekki notalegt tilhugsun að vaka á fullveldisdaginn 1. desember og hugsa, ég studdi flokk sem mun vernda stjórnarskrávarin réttindi mín?

Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennara skipar 2. sæti listans í Norðausturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar

Skoðun

Enginn á að vera hryggur um jólin

Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×