Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 15:16 Una Jónsdóttir er forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða en hún hækkaði í staðinn. Deildin bjóst við því að verðbólga hjaðnaði í 4,5 prósent en hún mælist nú 4,8 prósent. Spá deildarinnar er nú svartsýnni en áður. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar í morgun segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, sé 634,7 stig og hækki um 0,09 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 509,8 stig og lækki um 0,20 prósent frá október 2024. Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Með öðrum orðum er verðbólga 4,8 prósent og verðbólga án húsnæðis 2,7 prósent. Húsnæðið minnkað verðbólgu mest Í grein greiningardeildar Landsbankans á vef bankans segir að deildin hafi spáð 0,13 prósent lækkun á milli mánaða og 4,5 prósenta verðbólgu. Flestir liðir hafi verið í samræmi við spá deildarinnar, fyrir utan reiknaða húsaleigu. Deildin hafi spáð því að liðurinn myndi lækka lítillega á milli mánaða, eða um 0,10 prósent, en hann hafi aftur á móti hækkað um 0,9 prósent. Líkt og í október hafi framlag reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu verið nokkuð. Það skýrist af því að í október og nóvember í fyrra hafi reiknuð húsaleiga hækkað um rúm tvö prósent í hvorum mánuði fyrir sig. „Þótt reiknuð húsaleiga hafi hækkað meira en við spáðum nú í nóvember hækkaði hún mun minna en í sama mánuði í fyrra, eða um 0,9% á milli mánaða, og því hefur liðurinn töluverð áhrif til lækkunar á ársverðbólgu.“ Frá því í september hafi verðbólga hjaðnað um 0,6 prósentustig og þar af megi skýra 0,5 prósentustig af lækkuninni með lægri reiknaðri húsaleigu. Verðbólga án húsnæðis hafi enda einungis lækkað um 0,1 prósentustig, eða úr 2,8 prósent í september í 2,7 prósent nú í nóvember. Reiknaða húsaleigan illfyrirsjáanleg Þegar horft er á mánaðarbreytingu vísitölunnar eina og sér sé það hækkun á reiknaðri húsaleigu sem komi mest á óvart. Deildin hafi spáð 0,1 prósent lækkun á milli mánaða en hún hafi hækkað um 0,9 prósent. Leiguverð nýrra samninga á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað tvo mánuði í röð, í ágúst og september, en hækkað aftur í október og þá um 1,8 prósent, samkvæmt vísitölu leiguverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sú vísitala mæli breytingar á leiguverði nýrra samninga, en Hagstofan mæli, með nokkurri einföldun, meðalleiguverð allra gildra samninga hvers mánaðar. Enn séu ekki komnar mjög margar mælingar með nýrri aðferð Hagstofunnar og erfitt hafi því reynst að finna hvað hefur mest áhrif á þróun þessa liðar. Fargjöldin höfðu mest áhrif til lækkunar Hér að neðan má sjá graf frá greiningardeildinni byggt á gögnum Hagstofu Íslands, sem sýnir samsetningu verðbólgunnar. Helstu liðir vísitölunnar: Flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif á vísitöluna til lækkunar, en liðurinn lækkaði um 11,7% á milli mánaða (-0,23% áhrif). Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,9% á milli mánaða (+0,17% áhrif). Verð á mat og drykkjarvöru lækkaði lítillega á milli mánaða, um 0,04% (-0,01% áhrif). Föt og skór lækkuðu á milli mánaða, um 0,27% (-0,01% áhrif). Húsnæði án reiknaðrar leigu hækkaði um 1,0%, (+0,10% áhrif) sem skýrist mest af hækkun á greiddri húsaleigu en einnig af hækkun á rafmagnsverði. Raunstýrivextir lægri en fyrir síðustu vaxtaákvörðun Í grein deildarinnar segir að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Verðbólgan hafi svo aðeins hjaðnað um 0,3 prósentustig í nóvember, en ekki 0,6 prósentustig eins og deildin vænti. Þvert á væntingar séu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu því örlítið lægri nú en þeir voru fyrir vaxtaákvörðunina, og taumhaldið því veikara á þann mælikvarða. Á kynningarfundi nefndarinnar eftir síðustu vaxtaákvörðun hafi mátt greina að nefndinni þætti stafa minni hætta af hertu taumhaldi en lausara. Næsta vaxtaákvörðun sé ekki áætluð fyrr en 5. febrúar og því stýrist taumhaldið næstu mánuði af þróun verðbólgunnar og verðbólguvæntinga. 4 en ekki 3,5 prósent verðbólga í febrúar Loks segir að greiningardeildin geri nú ráð fyrir því að vísitalan hækki um 0,23 prósent í desember, lækki um 0,26 prósent í janúar og hækki síðan um 0,85 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir verði ársverðbólga 4,6 prósent í desember, 4,5 prósent í janúar og 4,0 prósent í febrúar. Spáin sé nokkuð hærri en síðasta spá sem deildin birti í verðkönnunarvikunni, en þá hafi hún spáð 4,3 prósent í desember, 4,1 prósent í janúar og 3,5 prósent í febrúar. Munurinn milli spáa skýrist helst af tvennu. Annars vegar hækki spáin til næstu þriggja mánaða vegna þess að nóvembertalan hafi verið hærri en deildin vænti og hins vegar geri deildin nú ráð fyrir meiri hækkunum á reiknaðri húsaleigu en áður. „ Eins og fram hefur komið er ekki komin mikil reynsla á mælingar Hagstofunnar á reiknaðri húsaleigu og því vandasamt að spá fyrir um þann lið.“ Efnahagsmál Landsbankinn Verðlag Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Hagstofunnar í morgun segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, sé 634,7 stig og hækki um 0,09 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 509,8 stig og lækki um 0,20 prósent frá október 2024. Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Með öðrum orðum er verðbólga 4,8 prósent og verðbólga án húsnæðis 2,7 prósent. Húsnæðið minnkað verðbólgu mest Í grein greiningardeildar Landsbankans á vef bankans segir að deildin hafi spáð 0,13 prósent lækkun á milli mánaða og 4,5 prósenta verðbólgu. Flestir liðir hafi verið í samræmi við spá deildarinnar, fyrir utan reiknaða húsaleigu. Deildin hafi spáð því að liðurinn myndi lækka lítillega á milli mánaða, eða um 0,10 prósent, en hann hafi aftur á móti hækkað um 0,9 prósent. Líkt og í október hafi framlag reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu verið nokkuð. Það skýrist af því að í október og nóvember í fyrra hafi reiknuð húsaleiga hækkað um rúm tvö prósent í hvorum mánuði fyrir sig. „Þótt reiknuð húsaleiga hafi hækkað meira en við spáðum nú í nóvember hækkaði hún mun minna en í sama mánuði í fyrra, eða um 0,9% á milli mánaða, og því hefur liðurinn töluverð áhrif til lækkunar á ársverðbólgu.“ Frá því í september hafi verðbólga hjaðnað um 0,6 prósentustig og þar af megi skýra 0,5 prósentustig af lækkuninni með lægri reiknaðri húsaleigu. Verðbólga án húsnæðis hafi enda einungis lækkað um 0,1 prósentustig, eða úr 2,8 prósent í september í 2,7 prósent nú í nóvember. Reiknaða húsaleigan illfyrirsjáanleg Þegar horft er á mánaðarbreytingu vísitölunnar eina og sér sé það hækkun á reiknaðri húsaleigu sem komi mest á óvart. Deildin hafi spáð 0,1 prósent lækkun á milli mánaða en hún hafi hækkað um 0,9 prósent. Leiguverð nýrra samninga á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað tvo mánuði í röð, í ágúst og september, en hækkað aftur í október og þá um 1,8 prósent, samkvæmt vísitölu leiguverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sú vísitala mæli breytingar á leiguverði nýrra samninga, en Hagstofan mæli, með nokkurri einföldun, meðalleiguverð allra gildra samninga hvers mánaðar. Enn séu ekki komnar mjög margar mælingar með nýrri aðferð Hagstofunnar og erfitt hafi því reynst að finna hvað hefur mest áhrif á þróun þessa liðar. Fargjöldin höfðu mest áhrif til lækkunar Hér að neðan má sjá graf frá greiningardeildinni byggt á gögnum Hagstofu Íslands, sem sýnir samsetningu verðbólgunnar. Helstu liðir vísitölunnar: Flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif á vísitöluna til lækkunar, en liðurinn lækkaði um 11,7% á milli mánaða (-0,23% áhrif). Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,9% á milli mánaða (+0,17% áhrif). Verð á mat og drykkjarvöru lækkaði lítillega á milli mánaða, um 0,04% (-0,01% áhrif). Föt og skór lækkuðu á milli mánaða, um 0,27% (-0,01% áhrif). Húsnæði án reiknaðrar leigu hækkaði um 1,0%, (+0,10% áhrif) sem skýrist mest af hækkun á greiddri húsaleigu en einnig af hækkun á rafmagnsverði. Raunstýrivextir lægri en fyrir síðustu vaxtaákvörðun Í grein deildarinnar segir að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Verðbólgan hafi svo aðeins hjaðnað um 0,3 prósentustig í nóvember, en ekki 0,6 prósentustig eins og deildin vænti. Þvert á væntingar séu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu því örlítið lægri nú en þeir voru fyrir vaxtaákvörðunina, og taumhaldið því veikara á þann mælikvarða. Á kynningarfundi nefndarinnar eftir síðustu vaxtaákvörðun hafi mátt greina að nefndinni þætti stafa minni hætta af hertu taumhaldi en lausara. Næsta vaxtaákvörðun sé ekki áætluð fyrr en 5. febrúar og því stýrist taumhaldið næstu mánuði af þróun verðbólgunnar og verðbólguvæntinga. 4 en ekki 3,5 prósent verðbólga í febrúar Loks segir að greiningardeildin geri nú ráð fyrir því að vísitalan hækki um 0,23 prósent í desember, lækki um 0,26 prósent í janúar og hækki síðan um 0,85 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir verði ársverðbólga 4,6 prósent í desember, 4,5 prósent í janúar og 4,0 prósent í febrúar. Spáin sé nokkuð hærri en síðasta spá sem deildin birti í verðkönnunarvikunni, en þá hafi hún spáð 4,3 prósent í desember, 4,1 prósent í janúar og 3,5 prósent í febrúar. Munurinn milli spáa skýrist helst af tvennu. Annars vegar hækki spáin til næstu þriggja mánaða vegna þess að nóvembertalan hafi verið hærri en deildin vænti og hins vegar geri deildin nú ráð fyrir meiri hækkunum á reiknaðri húsaleigu en áður. „ Eins og fram hefur komið er ekki komin mikil reynsla á mælingar Hagstofunnar á reiknaðri húsaleigu og því vandasamt að spá fyrir um þann lið.“
Efnahagsmál Landsbankinn Verðlag Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira