Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 13:31 Víkingar hafa fagnað tveimur fræknum sigrum í Sambandsdeildinni, þeim fyrstu í sögu íslenskra liða, gegn Cerlce Brugge frá Belgíu og Borac frá Bosníu. vísir/Anton Hundrað milljón krónur, tækifæri á umspili og þar með leiktíð fram í febrúar, og möguleiki á að tryggja Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar. Það er afskaplega mikið í húfi hjá Víkingum í Armeníu í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Víkingar reyna í dag að verða fyrstir til að vinna FC Noah á heimavelli liðsins í Armeníu, en þar hefur Noah unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni. Leikur liðanna hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Víkingur hefur þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í hinni nýju deildakeppni Sambandsdeildarinnar, og er í 14. sæti af 36 liðum deildarinnar. Samkvæmt tölfræðisíðunni Football Rankings sýna hermanir að sjö stig ættu nær örugglega að duga til þess að komast á næsta stig keppninnar, og samkvæmt því ættu Víkingar því bara að þurfa eitt stig í dag, eða gegn Djurgården eða LASK í lokaleikjunum í desember, til þess að lengja sína leiktíð verulega. Staðan í Sambandsdeild Evrópu eftir þrjár umferðir af sex. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.Wikipedia Efstu átta lið deildarinnar komast beint í 16-liða úrslitin, 6. og 13. mars, en liðin í 9.-24. sæti komast í umspil sem fram fer 13. og 20. febrúar. Ef að Víkingar komast í þetta umspil, og hvað þá 16-liða úrslitin, verður keppnistímabil þeirra því orðið talsvert lengra en eitt ár, og farið að blandast við næstu leiktíð, en þeir hófu þetta keppnistímabil á Reykjavíkurmótinu með leik við Fylki 6. janúar. Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Hver sigur í keppninni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Sigur í dag myndi hins vegar gera enn meira og tryggja liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni. Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu, eða um 830 milljónir króna. Hafa má í huga að á móti þeirri upphæð kemur þó hellings kostnaður, til að mynda við ferðalagið langa til Armeníu. Ferðalag sem nokkrir afar dyggir stuðningsmenn Víkings settu ekki fyrir sig. Uppfært! Það verða um 10.000 og 6 á Republic Stadium í kvöld. Takk.— Víkingur (@vikingurfc) November 28, 2024 Gætu komið næstu bikarmeisturum í Evrópudeild Síðast en ekki síst yrði sigur í dag svo afar mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er í baráttu við Armeníu á stigalista UEFA. Sá listi ræður Evrópusætum og til að mynda á Ísland núna rétt á einu sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar, og þremur sætum í undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er C-deild Evrópukeppnanna. Víkingar eru búnir að koma Íslandi upp í 33. sæti listans, neðsta sætið sem myndi gefa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar, tímabilið 2025-26. En Armenar eru rétt fyrir neðan Íslendinga og því skiptir leikurinn í dag miklu máli í þessari baráttu. Sæti í undankeppni Evrópudeildar er mun fýsilegra en sæti í Sambandsdeild, til að mynda vegna þess að lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildarinnar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar og fá því að lágmarki tvö Evrópueinvígi í stað eins. 📈 Country Ranking Movements this week:🏴 Scotland overtook Greece, Denmark and Switzerland!🇨🇭 Switzerland overtook Denmark!🇸🇪 Sweden overtook Hungary!🇨🇾 Cyprus overtook Slovakia!🇦🇿 Azerbaijan overtook Bulgaria!🇮🇸 Iceland overtook Kosovo and Armenia! pic.twitter.com/NGUHUblzaO— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 En jafnvel þó að leikurinn í dag myndi tapast þá hafa Víkingar enn tvo leiki til stefnu til að vinna að ofangreindum áföngum. Þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð 12. desember og klára svo jólagjafainnkaupin í Austurríki þar sem þeir mæta LASK 19. desember. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira
Víkingar reyna í dag að verða fyrstir til að vinna FC Noah á heimavelli liðsins í Armeníu, en þar hefur Noah unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni. Leikur liðanna hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Víkingur hefur þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í hinni nýju deildakeppni Sambandsdeildarinnar, og er í 14. sæti af 36 liðum deildarinnar. Samkvæmt tölfræðisíðunni Football Rankings sýna hermanir að sjö stig ættu nær örugglega að duga til þess að komast á næsta stig keppninnar, og samkvæmt því ættu Víkingar því bara að þurfa eitt stig í dag, eða gegn Djurgården eða LASK í lokaleikjunum í desember, til þess að lengja sína leiktíð verulega. Staðan í Sambandsdeild Evrópu eftir þrjár umferðir af sex. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.Wikipedia Efstu átta lið deildarinnar komast beint í 16-liða úrslitin, 6. og 13. mars, en liðin í 9.-24. sæti komast í umspil sem fram fer 13. og 20. febrúar. Ef að Víkingar komast í þetta umspil, og hvað þá 16-liða úrslitin, verður keppnistímabil þeirra því orðið talsvert lengra en eitt ár, og farið að blandast við næstu leiktíð, en þeir hófu þetta keppnistímabil á Reykjavíkurmótinu með leik við Fylki 6. janúar. Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Hver sigur í keppninni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Sigur í dag myndi hins vegar gera enn meira og tryggja liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni. Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu, eða um 830 milljónir króna. Hafa má í huga að á móti þeirri upphæð kemur þó hellings kostnaður, til að mynda við ferðalagið langa til Armeníu. Ferðalag sem nokkrir afar dyggir stuðningsmenn Víkings settu ekki fyrir sig. Uppfært! Það verða um 10.000 og 6 á Republic Stadium í kvöld. Takk.— Víkingur (@vikingurfc) November 28, 2024 Gætu komið næstu bikarmeisturum í Evrópudeild Síðast en ekki síst yrði sigur í dag svo afar mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er í baráttu við Armeníu á stigalista UEFA. Sá listi ræður Evrópusætum og til að mynda á Ísland núna rétt á einu sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar, og þremur sætum í undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er C-deild Evrópukeppnanna. Víkingar eru búnir að koma Íslandi upp í 33. sæti listans, neðsta sætið sem myndi gefa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar, tímabilið 2025-26. En Armenar eru rétt fyrir neðan Íslendinga og því skiptir leikurinn í dag miklu máli í þessari baráttu. Sæti í undankeppni Evrópudeildar er mun fýsilegra en sæti í Sambandsdeild, til að mynda vegna þess að lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildarinnar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar og fá því að lágmarki tvö Evrópueinvígi í stað eins. 📈 Country Ranking Movements this week:🏴 Scotland overtook Greece, Denmark and Switzerland!🇨🇭 Switzerland overtook Denmark!🇸🇪 Sweden overtook Hungary!🇨🇾 Cyprus overtook Slovakia!🇦🇿 Azerbaijan overtook Bulgaria!🇮🇸 Iceland overtook Kosovo and Armenia! pic.twitter.com/NGUHUblzaO— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 En jafnvel þó að leikurinn í dag myndi tapast þá hafa Víkingar enn tvo leiki til stefnu til að vinna að ofangreindum áföngum. Þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð 12. desember og klára svo jólagjafainnkaupin í Austurríki þar sem þeir mæta LASK 19. desember.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira