Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:42 Streita er orð sem við heyrum oftar og oftar i og eflaust eru sum okkar komin með nóg af umfjöllunum er varða streitu. Streita er þó orðin stór heilsufarsvandi í samfélaginu okkar. Ég hef af persónulegum ástæðum þurft á síðastliðnu ári kynna mér þetta fyrirbæri betur. Ég er ein af þeim sem hef þörf á að skilja rót vandans til þess að finna viðeigandi lausn. Streita og áhrif hennar hefur því verið þráhyggju viðfangsefnið mitt og haft mikil áhrif á sýn mína á lífið síðustu misseri. Kulnun og streita tóku yfir líf mitt í október 2023. Kulnuntengja flest við sem afleiðingu af of mikilli langvarandi streitu, sem er rétt, en færri tala um streitu í tengslum við líkamleg veikindi. Líkamleg einkenni mín vegna kulnunar hafa verið af margvíslegum toga og ég sem áður þurfti lítið á heilbrigðiskerfinu okkar á að halda til,var nú orðinn stór þjónustuþegi og er enn. Ég hef velt því fyrir mér hversu mikið íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir mín veikindi og endurhæfingu. Ég spyr mig einnig að því hvað ætli séu margir sem hafa endað í kulnun eða veikindaleyfi vegna annarra heilsuvandamála sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir. Víða er talað um að áætla megi að yfir helming læknisheimsókna eiga rætur sínar að rekja til skaðlegrar streitu. Það má því gefa sér að afleiðingar streitu taki mikið pláss í heilbrigðiskerfinu og hafi þar með áhrif á biðtíma og biðlista til læknisþjónustu. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gott kerfi sem grípur þig þegar allt er komið í skrúfuna.Flest okkar sækjumst eftir því sama í lífinu, við viljum þak yfir höfuðið, góða heilsu, andlega og líkamlega og síðast en ekki síst viljum við að tekjur okkar dugi til rekstur heimilisins. Þegar aðstæður þjóðfélagsins eru orðnar þannig að verið er að ganga á getu okkar til þessa að standast þessar væntingar, þá má gefa sér það að aukin skaðleg streita mun hafa áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Þegar fólk hefur minna á milli handanna þá hafa ekki allir þann munað að geta greitt fyrir heilsubætandi úrræði. Andleg heilsa er líkamleg heilsa og líkamleg heilsa er andleg heilsa,þar af leiðandi ættu tekjur heimilisins ekki að stýra aðgengi fólks að mikilvægari heilbrigðisþjónustu. Aðkoma næstu ríkisstjórnar getur því haft gríðarleg áhrif á streitustjórnun heimilanna og getu okkar til þess að sækja viðeigandi úrlausnar á skaðlegri streitu. Þetta er tvíþætt, fækkum streituvöldum heimilanna með því að ráðast í verðbólguna og létta á greiðslubyrði heimilanna og draga þar með úr áhyggjum og streitu. Tryggjum síðan að öllum heilsubrestum sé mætt af heilbrigðiskerfinu. Sálfræðiþjónusta á að vera aðgengileg öllum sem þurfa á að halda ekki bara þeim sem hafa efni á því. Tryggjum að fólk fái viðeigandi aðstoð og rétt verkfæri við sínum heilsubresti, hver sem hann er. Eða þurfum við bara að lenda í kulnun til þess að hafa aðgengi að fjölþættari heilbrigðisþjónustu án þess að fara á hausinn? Til þess að tryggja þessa niðurstöðu þurfum við að kjósa rétt næsta laugardag. Ég vil sjá Viðreisn í ríkisstjórn þar sem ég treysti þeim til þess að taka vel utan um þennan málaflokk og tryggja heimilum í landinu streituminni framtíð. Höfundur hefur lokið BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersdiplómu í uppeldis- og menntunarfræði. Með einstakan áhuga á vellíðan einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Streita er orð sem við heyrum oftar og oftar i og eflaust eru sum okkar komin með nóg af umfjöllunum er varða streitu. Streita er þó orðin stór heilsufarsvandi í samfélaginu okkar. Ég hef af persónulegum ástæðum þurft á síðastliðnu ári kynna mér þetta fyrirbæri betur. Ég er ein af þeim sem hef þörf á að skilja rót vandans til þess að finna viðeigandi lausn. Streita og áhrif hennar hefur því verið þráhyggju viðfangsefnið mitt og haft mikil áhrif á sýn mína á lífið síðustu misseri. Kulnun og streita tóku yfir líf mitt í október 2023. Kulnuntengja flest við sem afleiðingu af of mikilli langvarandi streitu, sem er rétt, en færri tala um streitu í tengslum við líkamleg veikindi. Líkamleg einkenni mín vegna kulnunar hafa verið af margvíslegum toga og ég sem áður þurfti lítið á heilbrigðiskerfinu okkar á að halda til,var nú orðinn stór þjónustuþegi og er enn. Ég hef velt því fyrir mér hversu mikið íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir mín veikindi og endurhæfingu. Ég spyr mig einnig að því hvað ætli séu margir sem hafa endað í kulnun eða veikindaleyfi vegna annarra heilsuvandamála sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir. Víða er talað um að áætla megi að yfir helming læknisheimsókna eiga rætur sínar að rekja til skaðlegrar streitu. Það má því gefa sér að afleiðingar streitu taki mikið pláss í heilbrigðiskerfinu og hafi þar með áhrif á biðtíma og biðlista til læknisþjónustu. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gott kerfi sem grípur þig þegar allt er komið í skrúfuna.Flest okkar sækjumst eftir því sama í lífinu, við viljum þak yfir höfuðið, góða heilsu, andlega og líkamlega og síðast en ekki síst viljum við að tekjur okkar dugi til rekstur heimilisins. Þegar aðstæður þjóðfélagsins eru orðnar þannig að verið er að ganga á getu okkar til þessa að standast þessar væntingar, þá má gefa sér það að aukin skaðleg streita mun hafa áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Þegar fólk hefur minna á milli handanna þá hafa ekki allir þann munað að geta greitt fyrir heilsubætandi úrræði. Andleg heilsa er líkamleg heilsa og líkamleg heilsa er andleg heilsa,þar af leiðandi ættu tekjur heimilisins ekki að stýra aðgengi fólks að mikilvægari heilbrigðisþjónustu. Aðkoma næstu ríkisstjórnar getur því haft gríðarleg áhrif á streitustjórnun heimilanna og getu okkar til þess að sækja viðeigandi úrlausnar á skaðlegri streitu. Þetta er tvíþætt, fækkum streituvöldum heimilanna með því að ráðast í verðbólguna og létta á greiðslubyrði heimilanna og draga þar með úr áhyggjum og streitu. Tryggjum síðan að öllum heilsubrestum sé mætt af heilbrigðiskerfinu. Sálfræðiþjónusta á að vera aðgengileg öllum sem þurfa á að halda ekki bara þeim sem hafa efni á því. Tryggjum að fólk fái viðeigandi aðstoð og rétt verkfæri við sínum heilsubresti, hver sem hann er. Eða þurfum við bara að lenda í kulnun til þess að hafa aðgengi að fjölþættari heilbrigðisþjónustu án þess að fara á hausinn? Til þess að tryggja þessa niðurstöðu þurfum við að kjósa rétt næsta laugardag. Ég vil sjá Viðreisn í ríkisstjórn þar sem ég treysti þeim til þess að taka vel utan um þennan málaflokk og tryggja heimilum í landinu streituminni framtíð. Höfundur hefur lokið BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersdiplómu í uppeldis- og menntunarfræði. Með einstakan áhuga á vellíðan einstaklinga.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun