„Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 10:00 Vasilis Spanoulis er landsliðsþjálfari Grikklands, sem óvænt tapaði fyrir Bretlandi í gærkvöld. Getty/Alex Gottschalk Bretar unnu afar óvæntan endurkomusigur gegn hinni miklu körfuboltaþjóð Grikkjum í gærkvöld, 73-72, í undankeppni EM karla í körfubolta. Þjálfari Grikklands spyr sig hvernig liðið eigi að komast á EM ef það geti ekki notað landsliðsmennina sína. Grikkland náði 17 stiga forskoti í Lundúnum í gær, 39-22, en Bretar, sem ekki eru þekktir fyrir afrek í körfubolta, náðu að snúa stöðunni sér í vil og áttu meðal annars 21-3 kafla sem kom þeim tíu stigum yfir í leiknum. Þeir náðu svo að hanga á forystunni í lokin og tryggja sér sinn annan sigur í undankeppninni. Grikkland, Bretland og Tékkland eru því með tvo sigra hvert eftir þrjár umferðir af sex, en Hollendingar neðstir og án sigurs. Í lið Grikklands í gær vantaði margar af helstu stjörnunum og þar á meðal auðvitað Giannis Antetokounmpo en einnig fjölda annarra leikmanna sem spila með félagsliðum í Euroleague. Aðeins þrír leikmenn voru í hópnum í gær úr Ólympíuhópnum í París í sumar. Kallar eftir fleiri lykilmönnum Engu að síður er sigur Breta afar óvæntur en þeir eru í 50. sæti heimslistans á meðan að Grikkland er í 13. sæti. „Við flýttum okkur of mikið og létum boltann ekki ganga nógu vel. Við vorum líka hikandi og áttum erfitt með að taka ákvarðanir. Núna verðum við að vinna á sunnudaginn,“ sagði Vassilis Spanoulis, þjálfari Grikklands, en liðið tekur á móti Bretlandi á sunnudaginn. Hann er óánægður með að fá ekki fleiri leikmenn frá liðum sem spla í Euroleague, bestu Evrópukeppni félagsliða. Sú deild er einkarekin og tekur ekki tillit til landsleikjadaga, ekki frekar en NBA-deildin. „Ég er að bíða eftir mönnum. Í gær spilaði [Tornike] Sengelia í Euroleague en svo með landsliði Georgíu í dag. Hvernig eigum við að komast á EM ef að landsliðsmennirnir okkar eru ekki í landsliðinu? Ef þeir eru ekki meiddir eða þreyttir þá vil ég að þeir komi og hjálpi. Það eru öll liðin hérna góð. Núna skoðum við hvað við gerðum rangt og reynum að landa sigri sem núna er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Spanoulis. Undankeppni EM stendur nú yfir og leikur Ísland á móti Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19:30. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Sjá meira
Grikkland náði 17 stiga forskoti í Lundúnum í gær, 39-22, en Bretar, sem ekki eru þekktir fyrir afrek í körfubolta, náðu að snúa stöðunni sér í vil og áttu meðal annars 21-3 kafla sem kom þeim tíu stigum yfir í leiknum. Þeir náðu svo að hanga á forystunni í lokin og tryggja sér sinn annan sigur í undankeppninni. Grikkland, Bretland og Tékkland eru því með tvo sigra hvert eftir þrjár umferðir af sex, en Hollendingar neðstir og án sigurs. Í lið Grikklands í gær vantaði margar af helstu stjörnunum og þar á meðal auðvitað Giannis Antetokounmpo en einnig fjölda annarra leikmanna sem spila með félagsliðum í Euroleague. Aðeins þrír leikmenn voru í hópnum í gær úr Ólympíuhópnum í París í sumar. Kallar eftir fleiri lykilmönnum Engu að síður er sigur Breta afar óvæntur en þeir eru í 50. sæti heimslistans á meðan að Grikkland er í 13. sæti. „Við flýttum okkur of mikið og létum boltann ekki ganga nógu vel. Við vorum líka hikandi og áttum erfitt með að taka ákvarðanir. Núna verðum við að vinna á sunnudaginn,“ sagði Vassilis Spanoulis, þjálfari Grikklands, en liðið tekur á móti Bretlandi á sunnudaginn. Hann er óánægður með að fá ekki fleiri leikmenn frá liðum sem spla í Euroleague, bestu Evrópukeppni félagsliða. Sú deild er einkarekin og tekur ekki tillit til landsleikjadaga, ekki frekar en NBA-deildin. „Ég er að bíða eftir mönnum. Í gær spilaði [Tornike] Sengelia í Euroleague en svo með landsliði Georgíu í dag. Hvernig eigum við að komast á EM ef að landsliðsmennirnir okkar eru ekki í landsliðinu? Ef þeir eru ekki meiddir eða þreyttir þá vil ég að þeir komi og hjálpi. Það eru öll liðin hérna góð. Núna skoðum við hvað við gerðum rangt og reynum að landa sigri sem núna er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Spanoulis. Undankeppni EM stendur nú yfir og leikur Ísland á móti Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19:30.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Sjá meira