„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2024 07:30 Jón Axel Guðmundsson er ánægður með lífið í Burgos á Spáni. Vísir/Sigurjón Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Körfubolti Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Körfubolti Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira