Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2024 22:53 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Vísir/Sigurjón Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2025 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Þar var ákveðið að lækka útsvarsprósentuna í 14,97 prósent og álagið afnumið. Frá þessu er greint í frétt á vef sveitarfélagsins. „Þetta er jákvæð niðurstaða og umfram áætlanir og markmið aðgerðaráætlunar “Brú til betri vegar”. Reksturinn verður traustari og sveitarfélagið er nú vel undir 150 prósent skuldaviðmiði og þriggja ára rekstrarjöfnuður að verða jákvæður. Þetta veitir bæjarstjórn tækifæri til að lækka álög á íbúa þegar fram líða stundir, og fyrsta skrefið í þá átt er að afnema sérstakt álag á útsvar á árinu 2025 sem hefur verið í gildi árið 2024. Verkefninu er þó ekki lokið en við munum standa vörð um grunnþjónustu við íbúa. Áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, en við gleðjumst yfir áfanganum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, í tilkynningunni. Aðgerðaráætlunin „Brú til betri vegar“ var sett fram á grundvelli samkomulags um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 2. mgr. 83. gr. laga nr. 138/2011 milli Sveitarfélagsins Árborgar og innviðaráðherra í mars 2023. „Þetta er mikil breyting sem hefur náðst með erfiðum ákvörðunum og dugnaði, elju og samstarfi starfsmanna, kjörinna fulltrúa, íbúa og ráðgjafa. Þakkir til allra sem hafa lagt sitt af mörkum,“ segir Bragi. Í tilkynningu kemur einnig fram að á næsta ári muni fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækka í 0,48 prósent af fasteignamati og vatns- og fráveitugjald lækka, að hluta til á móti fasteignaskatti, í 0,102 prósent fyrir eignir í A-flokki en gjöld á B- og C-flokk haldast óbreytt. Þá helst lóðarleiga óbreytt, gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs lækka hjá þeim sem eru með tvískipta tunnu og hækka lítillega eða standa í stað í öðrum flokkum. Í tilkynningu segir að íbúar fái sérstakt hrós fyrir góða flokkun úrgangs sem skili sér í auknum tekjum frá Úrvinnslusjóði. Því sé hægt að lækka þá flokka. „Þessi breyting innan fasteignagjaldanna skilar auknu fjármagni í A-hluta sveitarfélagsins sem stendur undir grunnþjónustu við okkur íbúa og er ástæða þess að hægt er að afnema álag á útsvar. Það má áætla að hækkun fasteignagjalda hjá fasteignaeigendum sé að meðaltali um 5-14% milli ára. Skýrst það af mismunandi hækkun fasteignamats milli svæða, Eyrarbakki og Stokkseyri hækka mest þetta árið,“ segir í tilkynningunni. Aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka almennt um 3,5 prósent sem er sagt í takti við verðlagsþróun. Tryggja innviði Í sveitarfélaginu eru áætlaðar ýmsar framkvæmdir á næstu árum. Í tilkynningu segir að þeim sé bæði ætlað að tryggja innviði undir þjónustu sveitarfélagsins við íbúa og viðhalda eignum. Áætlað sé að framkvæma fyrir rúmlega tvo milljarða á næsta ári. Eigna- og veitunefnd ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins hafi unnið að forgangsröðun til að fjármagnið nýtist sem best. Helstu framkvæmdir næsta árs eru tengdar viðbyggingu við leikskólann Jötunheima, uppbyggingu nýrrar kennslusundlaugar við Sundhöll Selfoss, endurnýjun Eyrargötu á Eyrarbakka, gatnagerð á Stokkseyri, skólalóð Vallaskóla og áframhaldandi framkvæmdum á hreinsistöðinni í Geitanesi. Hjá veitunum verður byrjað á nýrri dælustöð og geymi ásamt frekar rannsóknum og virkjunum hjá Selfossveitum. Næsti áfangi Stekkjaskóla verður tekinn í notkun í upphafi árs og í framhaldinu hafin hönnun á þriðja áfanga sem mun hýsa tónlistarskóla og íþróttamannvirki. Áfram er sett fjármagn í viðhald stofnana en með auknu svigrúmi á næstu árum verður hægt að auka framlög í samræmi við þörf til þeirra verkefna. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að unnið sé að aukinni stafrænni vegferð til að bæta þjónustu og að bæta þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
„Þetta er jákvæð niðurstaða og umfram áætlanir og markmið aðgerðaráætlunar “Brú til betri vegar”. Reksturinn verður traustari og sveitarfélagið er nú vel undir 150 prósent skuldaviðmiði og þriggja ára rekstrarjöfnuður að verða jákvæður. Þetta veitir bæjarstjórn tækifæri til að lækka álög á íbúa þegar fram líða stundir, og fyrsta skrefið í þá átt er að afnema sérstakt álag á útsvar á árinu 2025 sem hefur verið í gildi árið 2024. Verkefninu er þó ekki lokið en við munum standa vörð um grunnþjónustu við íbúa. Áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, en við gleðjumst yfir áfanganum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, í tilkynningunni. Aðgerðaráætlunin „Brú til betri vegar“ var sett fram á grundvelli samkomulags um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 2. mgr. 83. gr. laga nr. 138/2011 milli Sveitarfélagsins Árborgar og innviðaráðherra í mars 2023. „Þetta er mikil breyting sem hefur náðst með erfiðum ákvörðunum og dugnaði, elju og samstarfi starfsmanna, kjörinna fulltrúa, íbúa og ráðgjafa. Þakkir til allra sem hafa lagt sitt af mörkum,“ segir Bragi. Í tilkynningu kemur einnig fram að á næsta ári muni fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækka í 0,48 prósent af fasteignamati og vatns- og fráveitugjald lækka, að hluta til á móti fasteignaskatti, í 0,102 prósent fyrir eignir í A-flokki en gjöld á B- og C-flokk haldast óbreytt. Þá helst lóðarleiga óbreytt, gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs lækka hjá þeim sem eru með tvískipta tunnu og hækka lítillega eða standa í stað í öðrum flokkum. Í tilkynningu segir að íbúar fái sérstakt hrós fyrir góða flokkun úrgangs sem skili sér í auknum tekjum frá Úrvinnslusjóði. Því sé hægt að lækka þá flokka. „Þessi breyting innan fasteignagjaldanna skilar auknu fjármagni í A-hluta sveitarfélagsins sem stendur undir grunnþjónustu við okkur íbúa og er ástæða þess að hægt er að afnema álag á útsvar. Það má áætla að hækkun fasteignagjalda hjá fasteignaeigendum sé að meðaltali um 5-14% milli ára. Skýrst það af mismunandi hækkun fasteignamats milli svæða, Eyrarbakki og Stokkseyri hækka mest þetta árið,“ segir í tilkynningunni. Aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka almennt um 3,5 prósent sem er sagt í takti við verðlagsþróun. Tryggja innviði Í sveitarfélaginu eru áætlaðar ýmsar framkvæmdir á næstu árum. Í tilkynningu segir að þeim sé bæði ætlað að tryggja innviði undir þjónustu sveitarfélagsins við íbúa og viðhalda eignum. Áætlað sé að framkvæma fyrir rúmlega tvo milljarða á næsta ári. Eigna- og veitunefnd ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins hafi unnið að forgangsröðun til að fjármagnið nýtist sem best. Helstu framkvæmdir næsta árs eru tengdar viðbyggingu við leikskólann Jötunheima, uppbyggingu nýrrar kennslusundlaugar við Sundhöll Selfoss, endurnýjun Eyrargötu á Eyrarbakka, gatnagerð á Stokkseyri, skólalóð Vallaskóla og áframhaldandi framkvæmdum á hreinsistöðinni í Geitanesi. Hjá veitunum verður byrjað á nýrri dælustöð og geymi ásamt frekar rannsóknum og virkjunum hjá Selfossveitum. Næsti áfangi Stekkjaskóla verður tekinn í notkun í upphafi árs og í framhaldinu hafin hönnun á þriðja áfanga sem mun hýsa tónlistarskóla og íþróttamannvirki. Áfram er sett fjármagn í viðhald stofnana en með auknu svigrúmi á næstu árum verður hægt að auka framlög í samræmi við þörf til þeirra verkefna. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að unnið sé að aukinni stafrænni vegferð til að bæta þjónustu og að bæta þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara.
Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07