Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:50 Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað til að halda utan um fasteignir í Grindavík á meðan jarðhræringar gera íbúum ókleift að búa í þeim. Vísir/Vilhelm Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána. Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána.
Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira