Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:50 Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað til að halda utan um fasteignir í Grindavík á meðan jarðhræringar gera íbúum ókleift að búa í þeim. Vísir/Vilhelm Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána. Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána.
Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira