Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. nóvember 2024 13:17 Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar