Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 21:41 Baldur Már Stefánsson hafði verið aðstoðarþjálfari ÍR-liðsins i vetur. Vísir/Anton Brink Baldur Már Stefánsson tók við ÍR-ingum á Ísak Mána Wium eftir sex töp í röð og byrjaði frábærlega í Njarðvík í kvöld. ÍR vann glæsilegan sigur á Njarðvík í Stapaskóla nú í kvöld. Lokatölur 96-101 og fyrsti sigur ÍR á þessu leiktímabili staðreynd. Ísak Máni Wium sem þjálfað hefur ÍR undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í vikunni og það var því Baldur Már Stefánsson sem stýrði liðinu í kvöld en Baldur hafði áður verið aðstoðarþjálfari Ísaks. „Fyrstu viðbrögð eru bara ægileg gleði. Þessi sigur er búinn að vera rosalega langþráður og okkur tókst loksins núna að setja saman heilsteyptan leik. Mér finnst við hafa verið góðir á köflum í vetur en ekki tekist að klára leikina eða í raun bara halda út. Okkur tókst það í kvöld og bara frábær leikur hjá strákunum,“ sagði Baldur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en réðu ekkert við Njarðvíkinga í öðrum leikhluta sem fóru með vænt forskot þegar flautað var til hálfleiks. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Baldur að lykilatriðið hafi einfaldlega verið að halda áfram að gera það sem liðið hafði verið að gera. „Við vorum undir með 14 stigum í hálfleik. Það sem við gerðum var í raun bara að halda áfram því sem við vorum að gera. Okkur tókst að stjórna hraðanum og ákváðum að við ætluðum ekki að bakka og fara að spila þeirra leik. Við viljum spila hraðan bolta, héldum því bara áfram í seinni hálfleik og strákarnir vorum geggjaðir. Ég hékk með sama liðið dálítið lengi inn á og þeir sýndu allir þvílíkan karakter þessir gaurar sem voru inn á og líka þeir sem voru á bekknum,“ sagði Baldur. Í tilkynningu sem ÍR sendi frá sér í vikunni var talað um að Baldur myndi stýra næstu leikjum en ekkert nefnt hvort hann myndi taka við liðinu til frambúðar. En mun Baldur stýra ÍR áfram? „Það er ekkert ákveðið enn þá. Ég stíg bara inn í þennan leik og stjórnin ákveður svo framhaldið. Núna er landsleikjahlé og svo í kjölfarið tekur stjórnin væntanlega ákvörðun,“ sagði Baldur sem stjórn ÍR ætti klárlega að tala við eftir þennan glæsilega sigur í kvöld. Bónus-deild karla ÍR UMF Njarðvík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
ÍR vann glæsilegan sigur á Njarðvík í Stapaskóla nú í kvöld. Lokatölur 96-101 og fyrsti sigur ÍR á þessu leiktímabili staðreynd. Ísak Máni Wium sem þjálfað hefur ÍR undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í vikunni og það var því Baldur Már Stefánsson sem stýrði liðinu í kvöld en Baldur hafði áður verið aðstoðarþjálfari Ísaks. „Fyrstu viðbrögð eru bara ægileg gleði. Þessi sigur er búinn að vera rosalega langþráður og okkur tókst loksins núna að setja saman heilsteyptan leik. Mér finnst við hafa verið góðir á köflum í vetur en ekki tekist að klára leikina eða í raun bara halda út. Okkur tókst það í kvöld og bara frábær leikur hjá strákunum,“ sagði Baldur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en réðu ekkert við Njarðvíkinga í öðrum leikhluta sem fóru með vænt forskot þegar flautað var til hálfleiks. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Baldur að lykilatriðið hafi einfaldlega verið að halda áfram að gera það sem liðið hafði verið að gera. „Við vorum undir með 14 stigum í hálfleik. Það sem við gerðum var í raun bara að halda áfram því sem við vorum að gera. Okkur tókst að stjórna hraðanum og ákváðum að við ætluðum ekki að bakka og fara að spila þeirra leik. Við viljum spila hraðan bolta, héldum því bara áfram í seinni hálfleik og strákarnir vorum geggjaðir. Ég hékk með sama liðið dálítið lengi inn á og þeir sýndu allir þvílíkan karakter þessir gaurar sem voru inn á og líka þeir sem voru á bekknum,“ sagði Baldur. Í tilkynningu sem ÍR sendi frá sér í vikunni var talað um að Baldur myndi stýra næstu leikjum en ekkert nefnt hvort hann myndi taka við liðinu til frambúðar. En mun Baldur stýra ÍR áfram? „Það er ekkert ákveðið enn þá. Ég stíg bara inn í þennan leik og stjórnin ákveður svo framhaldið. Núna er landsleikjahlé og svo í kjölfarið tekur stjórnin væntanlega ákvörðun,“ sagði Baldur sem stjórn ÍR ætti klárlega að tala við eftir þennan glæsilega sigur í kvöld.
Bónus-deild karla ÍR UMF Njarðvík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira