Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 21:41 Baldur Már Stefánsson hafði verið aðstoðarþjálfari ÍR-liðsins i vetur. Vísir/Anton Brink Baldur Már Stefánsson tók við ÍR-ingum á Ísak Mána Wium eftir sex töp í röð og byrjaði frábærlega í Njarðvík í kvöld. ÍR vann glæsilegan sigur á Njarðvík í Stapaskóla nú í kvöld. Lokatölur 96-101 og fyrsti sigur ÍR á þessu leiktímabili staðreynd. Ísak Máni Wium sem þjálfað hefur ÍR undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í vikunni og það var því Baldur Már Stefánsson sem stýrði liðinu í kvöld en Baldur hafði áður verið aðstoðarþjálfari Ísaks. „Fyrstu viðbrögð eru bara ægileg gleði. Þessi sigur er búinn að vera rosalega langþráður og okkur tókst loksins núna að setja saman heilsteyptan leik. Mér finnst við hafa verið góðir á köflum í vetur en ekki tekist að klára leikina eða í raun bara halda út. Okkur tókst það í kvöld og bara frábær leikur hjá strákunum,“ sagði Baldur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en réðu ekkert við Njarðvíkinga í öðrum leikhluta sem fóru með vænt forskot þegar flautað var til hálfleiks. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Baldur að lykilatriðið hafi einfaldlega verið að halda áfram að gera það sem liðið hafði verið að gera. „Við vorum undir með 14 stigum í hálfleik. Það sem við gerðum var í raun bara að halda áfram því sem við vorum að gera. Okkur tókst að stjórna hraðanum og ákváðum að við ætluðum ekki að bakka og fara að spila þeirra leik. Við viljum spila hraðan bolta, héldum því bara áfram í seinni hálfleik og strákarnir vorum geggjaðir. Ég hékk með sama liðið dálítið lengi inn á og þeir sýndu allir þvílíkan karakter þessir gaurar sem voru inn á og líka þeir sem voru á bekknum,“ sagði Baldur. Í tilkynningu sem ÍR sendi frá sér í vikunni var talað um að Baldur myndi stýra næstu leikjum en ekkert nefnt hvort hann myndi taka við liðinu til frambúðar. En mun Baldur stýra ÍR áfram? „Það er ekkert ákveðið enn þá. Ég stíg bara inn í þennan leik og stjórnin ákveður svo framhaldið. Núna er landsleikjahlé og svo í kjölfarið tekur stjórnin væntanlega ákvörðun,“ sagði Baldur sem stjórn ÍR ætti klárlega að tala við eftir þennan glæsilega sigur í kvöld. Bónus-deild karla ÍR UMF Njarðvík Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
ÍR vann glæsilegan sigur á Njarðvík í Stapaskóla nú í kvöld. Lokatölur 96-101 og fyrsti sigur ÍR á þessu leiktímabili staðreynd. Ísak Máni Wium sem þjálfað hefur ÍR undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í vikunni og það var því Baldur Már Stefánsson sem stýrði liðinu í kvöld en Baldur hafði áður verið aðstoðarþjálfari Ísaks. „Fyrstu viðbrögð eru bara ægileg gleði. Þessi sigur er búinn að vera rosalega langþráður og okkur tókst loksins núna að setja saman heilsteyptan leik. Mér finnst við hafa verið góðir á köflum í vetur en ekki tekist að klára leikina eða í raun bara halda út. Okkur tókst það í kvöld og bara frábær leikur hjá strákunum,“ sagði Baldur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en réðu ekkert við Njarðvíkinga í öðrum leikhluta sem fóru með vænt forskot þegar flautað var til hálfleiks. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Baldur að lykilatriðið hafi einfaldlega verið að halda áfram að gera það sem liðið hafði verið að gera. „Við vorum undir með 14 stigum í hálfleik. Það sem við gerðum var í raun bara að halda áfram því sem við vorum að gera. Okkur tókst að stjórna hraðanum og ákváðum að við ætluðum ekki að bakka og fara að spila þeirra leik. Við viljum spila hraðan bolta, héldum því bara áfram í seinni hálfleik og strákarnir vorum geggjaðir. Ég hékk með sama liðið dálítið lengi inn á og þeir sýndu allir þvílíkan karakter þessir gaurar sem voru inn á og líka þeir sem voru á bekknum,“ sagði Baldur. Í tilkynningu sem ÍR sendi frá sér í vikunni var talað um að Baldur myndi stýra næstu leikjum en ekkert nefnt hvort hann myndi taka við liðinu til frambúðar. En mun Baldur stýra ÍR áfram? „Það er ekkert ákveðið enn þá. Ég stíg bara inn í þennan leik og stjórnin ákveður svo framhaldið. Núna er landsleikjahlé og svo í kjölfarið tekur stjórnin væntanlega ákvörðun,“ sagði Baldur sem stjórn ÍR ætti klárlega að tala við eftir þennan glæsilega sigur í kvöld.
Bónus-deild karla ÍR UMF Njarðvík Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira