„Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 11:33 DeAndre Kane kostaði Grindavík 35.000 krónur með hegðun sinni í hálfleik gegn Hetti í síðasta mánuði. vísir/Anton Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42
Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59
Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48
Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31