Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2024 14:38 Njáll Trausti Friðbertsson er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti. Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti.
Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent