Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2024 14:38 Njáll Trausti Friðbertsson er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti. Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn og Arion lækka vexti „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti.
Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn og Arion lækka vexti „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira