„Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2024 20:58 Sam Luczynski er skipuleggjandi hjá stéttarfélaginu Unite the Union, sem sendi fulltrúa hingað til lands til að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna í Bretlandi. Vísir/Sigurjón Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. Fulltrúar stéttarfélagsins Unite the Union komu hingað til lands í gær, til þess að reyna að ná tali af Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem oft hafa verið kallaðir Bakkavararbræður, og Sigurði Valtýssyni. Ástæðan er kjaradeila starfsmanna í samlokuverksmiðju í eigu Bakkavarar við vinnuveitendur sína. Þremenningarnir fara saman með rúmlega helmingshlut í Bakkavör. „Félagar okkar eru í verkfalli í einni verksmiðjunni þeirra í Spalding á Englandi. Þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun sem þeir eiga fyllilega skilið. Fyrirtækið hefur efni á því,“ segir Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union. Um rúmlega 500 starfsmenn sé að ræða, sem hafi verið í verkfalli sleitulaust síðan seint í september. Krafan sé launahækkun sem myndi samtals nema um tveimur prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári, þannig að um tvö þúsund króna laun á tímann myndu hækka um tæpar 150 krónur. Sex vikna verkfall starfsmanna virðist ekki duga til að fá þær kröfur uppfylltar. „Við komum hingað til að ná athygli þeirra og til að öllum hér verði ljóst hvers konar menn þetta eru. Þeir velja núna að veita ekki þessa kauphækkun en í staðinn borga þeir sér háar arðgreiðslur á hverju ári.“ Sam ásamt félögum sínum úr Unite the Union. Stéttarfélagið hefur notið liðsinnis Eflingar í baráttu sinni.Vísir/Sigurjón Stéttarfélagið hefur víða varpað upp skilaboðum vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, á stöðum nálægt fasteignum í þeirra eigu. „Það er til að ná athygli þeirra og segja: Við vitum hvar hagsmunir ykkar eru. Komið að samningaborðinu og gerið okkur tilboð sem félagar okkar geta sætt sig við,“ segir Sam. Enn hafi ekki gengið að fá bræðurnar til viðræðna, þrátt fyrir bréf sem leiðtogi stéttarfélagsins ritaði þeim í síðustu viku. Fulltrúar stéttarfélagsins séu þó vongóðir um að brátt náist ásættanleg niðurstaða í málið. Skilaboð á flettiskjá úti á Granda. „Við viljum að starfsmennirnir fari aftur að vinna fyrir laun sem þeir verðskulda. Þeir vilja ekki vera í verkfalli og við viljum ekki vera hér.“ Í október sendi Bakkavör frá sér yfirlýsingu þar sem vonbrigðum var lýst með verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynd að verkalýðsfélagið hefði hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall, þrátt fyrir tilboð um launahækkanir umfram verðbólgu. Samningar hefðu náðst um laun á tuttugu öðrum starfsstöðvum félagins í Bretlandi. Sam segir herferðina þó munu standa eins lengi og þörf krefur, og er með einföld skilaboð til Bakkavarar: „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna.“ Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Fulltrúar stéttarfélagsins Unite the Union komu hingað til lands í gær, til þess að reyna að ná tali af Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem oft hafa verið kallaðir Bakkavararbræður, og Sigurði Valtýssyni. Ástæðan er kjaradeila starfsmanna í samlokuverksmiðju í eigu Bakkavarar við vinnuveitendur sína. Þremenningarnir fara saman með rúmlega helmingshlut í Bakkavör. „Félagar okkar eru í verkfalli í einni verksmiðjunni þeirra í Spalding á Englandi. Þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun sem þeir eiga fyllilega skilið. Fyrirtækið hefur efni á því,“ segir Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union. Um rúmlega 500 starfsmenn sé að ræða, sem hafi verið í verkfalli sleitulaust síðan seint í september. Krafan sé launahækkun sem myndi samtals nema um tveimur prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári, þannig að um tvö þúsund króna laun á tímann myndu hækka um tæpar 150 krónur. Sex vikna verkfall starfsmanna virðist ekki duga til að fá þær kröfur uppfylltar. „Við komum hingað til að ná athygli þeirra og til að öllum hér verði ljóst hvers konar menn þetta eru. Þeir velja núna að veita ekki þessa kauphækkun en í staðinn borga þeir sér háar arðgreiðslur á hverju ári.“ Sam ásamt félögum sínum úr Unite the Union. Stéttarfélagið hefur notið liðsinnis Eflingar í baráttu sinni.Vísir/Sigurjón Stéttarfélagið hefur víða varpað upp skilaboðum vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, á stöðum nálægt fasteignum í þeirra eigu. „Það er til að ná athygli þeirra og segja: Við vitum hvar hagsmunir ykkar eru. Komið að samningaborðinu og gerið okkur tilboð sem félagar okkar geta sætt sig við,“ segir Sam. Enn hafi ekki gengið að fá bræðurnar til viðræðna, þrátt fyrir bréf sem leiðtogi stéttarfélagsins ritaði þeim í síðustu viku. Fulltrúar stéttarfélagsins séu þó vongóðir um að brátt náist ásættanleg niðurstaða í málið. Skilaboð á flettiskjá úti á Granda. „Við viljum að starfsmennirnir fari aftur að vinna fyrir laun sem þeir verðskulda. Þeir vilja ekki vera í verkfalli og við viljum ekki vera hér.“ Í október sendi Bakkavör frá sér yfirlýsingu þar sem vonbrigðum var lýst með verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynd að verkalýðsfélagið hefði hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall, þrátt fyrir tilboð um launahækkanir umfram verðbólgu. Samningar hefðu náðst um laun á tuttugu öðrum starfsstöðvum félagins í Bretlandi. Sam segir herferðina þó munu standa eins lengi og þörf krefur, og er með einföld skilaboð til Bakkavarar: „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna.“
Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55