Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2024 08:15 Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu. Að geta svarað með kjarki og hrakið ómálefnaleg rök, skítkast og skilað því til föðurhúsanna. Auðvitað þurfum við áfram að vera málefnaleg og fagleg. Við erum sérfræðingar og fræðimenn. Fagstétt með langa glæsta sögu. Starf sem mönnum stóð stuggur af. Það er ekki að ástæðulausu að rætt var um prestinn, sýslumanninn og kennarann sem toppana hér áður fyrr. Þetta er okkar bolti til að halda á lofti. En við erum ekki fórnarlömb og við þurfum ekki að auglýsa hvað við erum góðar manneskjur til þess að heyja þessa baráttu. Hvað með BÖRNIN er að mínu mati þreytt tugga sem er alltaf kastað í báðar áttir. Sem var einmitt það fyrsta sem spyrill Ríkisútvarpsins reyndi að grilla formanninn okkar með þegar verkfallsaðgerðir voru upprunalega kynntar. „En er það sanngjarnt?“ Það er að mínu mati barnaleg nálgun á erfitt mál. Ég spyr þá einfaldlega, hefði verið betra fyrir Ísland ef allir nemendur landsins hefðu misst úr skóla þvert á línuna. Svo ástandið væri jafn glatað fyrir alla. Ég er ekki viss um að það væri eitthvað betra. Er ekki betra að takmarka skaðann sem aðgerðir munu hafa frekar en að allir hafi það jafn skítt. Síðan má ekki gleyma því að þegar kennarar hafa farið í allsherjar verkfall hefur sú vegferð iðulega endað með lagasetningu. Sem er ekkert rosalega sanngjarnt, er það nokkuð? Mig langar til að mynda að benda á eina létta vitleysu sem hefur verið hent fram í ljósi sanngyrnis röksemdafærslunnar. Veikindahlutfall kennara. Var sérstaklega sanngjarnt að slengja fram tölum frá 2020. Sennilega ekki í ljósi þess að öllum nema framlínufólki var boðið að vinna heima. „Við erum öll í þessu saman.” Það er enginn hvati til að hringja sig inn veikan þegar viðkomandi þarf ekki að yfirgefa húsið til að mæta í vinnuna. Mér fannst allavega meira töff að þurfa að mæta á staðinn. En það er bara ég. En hey, þetta var vel spilað viðskiptaráð. Fast skot sem málaði kennara upp sem lata vesalinga. Var það ekki annars meiningin? Við kennarar ættum að geta borið virðingu fyrir öflugri spilamennsku. Svo sjáum við hvað næsta lota ber í skauti sér. Við erum töff, við tökum þetta á kassann. Hvað með ykkur? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu. Að geta svarað með kjarki og hrakið ómálefnaleg rök, skítkast og skilað því til föðurhúsanna. Auðvitað þurfum við áfram að vera málefnaleg og fagleg. Við erum sérfræðingar og fræðimenn. Fagstétt með langa glæsta sögu. Starf sem mönnum stóð stuggur af. Það er ekki að ástæðulausu að rætt var um prestinn, sýslumanninn og kennarann sem toppana hér áður fyrr. Þetta er okkar bolti til að halda á lofti. En við erum ekki fórnarlömb og við þurfum ekki að auglýsa hvað við erum góðar manneskjur til þess að heyja þessa baráttu. Hvað með BÖRNIN er að mínu mati þreytt tugga sem er alltaf kastað í báðar áttir. Sem var einmitt það fyrsta sem spyrill Ríkisútvarpsins reyndi að grilla formanninn okkar með þegar verkfallsaðgerðir voru upprunalega kynntar. „En er það sanngjarnt?“ Það er að mínu mati barnaleg nálgun á erfitt mál. Ég spyr þá einfaldlega, hefði verið betra fyrir Ísland ef allir nemendur landsins hefðu misst úr skóla þvert á línuna. Svo ástandið væri jafn glatað fyrir alla. Ég er ekki viss um að það væri eitthvað betra. Er ekki betra að takmarka skaðann sem aðgerðir munu hafa frekar en að allir hafi það jafn skítt. Síðan má ekki gleyma því að þegar kennarar hafa farið í allsherjar verkfall hefur sú vegferð iðulega endað með lagasetningu. Sem er ekkert rosalega sanngjarnt, er það nokkuð? Mig langar til að mynda að benda á eina létta vitleysu sem hefur verið hent fram í ljósi sanngyrnis röksemdafærslunnar. Veikindahlutfall kennara. Var sérstaklega sanngjarnt að slengja fram tölum frá 2020. Sennilega ekki í ljósi þess að öllum nema framlínufólki var boðið að vinna heima. „Við erum öll í þessu saman.” Það er enginn hvati til að hringja sig inn veikan þegar viðkomandi þarf ekki að yfirgefa húsið til að mæta í vinnuna. Mér fannst allavega meira töff að þurfa að mæta á staðinn. En það er bara ég. En hey, þetta var vel spilað viðskiptaráð. Fast skot sem málaði kennara upp sem lata vesalinga. Var það ekki annars meiningin? Við kennarar ættum að geta borið virðingu fyrir öflugri spilamennsku. Svo sjáum við hvað næsta lota ber í skauti sér. Við erum töff, við tökum þetta á kassann. Hvað með ykkur? Höfundur er kennari.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun