Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 17:16 Patrick Mahomes með dóttur sína Sterling Skye Mahomes, eftir sigur Kansas City Chiefs í síðasta Super Bowl. AP/Brynn Anderson Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL, vill eignast fleiri íþróttafélög. Núna er hann með augum á kvennakörfuboltaliði. Mahomes og eiginkona hans Brittany hafa þegar eignast hlut í liðum í kvennafótboltanum (Kansas City Current, NWSL) hafnaboltanum (Kansas City Royals, MLB) og karlafótboltanum (Sporting KC, MLS). Mahomes hjónin vilja nú eignast lið í WNBA deildinni í körfubolta sem yrði þá viðbótarlið ef deildin verður stækkuð á næstu árum. Kansas City er á góðri leið með að vera ein af stóru íþróttaborgunum þökk sé þeim hjónum. „Við viljum koma með körfuboltann til Kansas City og þá lið sem spilar í WNBA. Miðað við velgengnina hjá deildinni í vetur og undanfarin ár þá er þetta sjálfgefið,“ sagði Patrick Mahomes. „Það er stefnan að koma hingað með WNBA lið. Við sjáum körfuboltaáhugann hjá University of Kansas liðinu og áhugann á Chiefs. Fólkið hér mun mæta og fylla höllina,“ sagði Mahomes. „Það var flott að geta komið með fótboltalið hingað og þær eru á leiðinni í úrslitakeppnina. Við sjáum líka stuðninginn sem þær fá. Þannig að nú er bara að fá WNBA lið hingað líka með sama eigendahóp. Þau hafa staðið vel að öll hjá Current liðinu og nú er bara að taka næsta skref,“ sagði Mahomes. Kansas City byggði stóra höll, T-Mobile Center, árið 2007 með það markmið að reyna að fá NBA lið eða íshokkílið til borgarinnar. Það hefur ekki tekist enn þá. WNBA ætlar að bæta við þremur nýjum liðum á næstu tveimur tímabilum en þau lið eru Golden State, Portland og Toronto. WNBA hefur einnig áhuga að fá sextánda liðið inn fyrir 2028 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) WNBA NFL Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Sjá meira
Mahomes og eiginkona hans Brittany hafa þegar eignast hlut í liðum í kvennafótboltanum (Kansas City Current, NWSL) hafnaboltanum (Kansas City Royals, MLB) og karlafótboltanum (Sporting KC, MLS). Mahomes hjónin vilja nú eignast lið í WNBA deildinni í körfubolta sem yrði þá viðbótarlið ef deildin verður stækkuð á næstu árum. Kansas City er á góðri leið með að vera ein af stóru íþróttaborgunum þökk sé þeim hjónum. „Við viljum koma með körfuboltann til Kansas City og þá lið sem spilar í WNBA. Miðað við velgengnina hjá deildinni í vetur og undanfarin ár þá er þetta sjálfgefið,“ sagði Patrick Mahomes. „Það er stefnan að koma hingað með WNBA lið. Við sjáum körfuboltaáhugann hjá University of Kansas liðinu og áhugann á Chiefs. Fólkið hér mun mæta og fylla höllina,“ sagði Mahomes. „Það var flott að geta komið með fótboltalið hingað og þær eru á leiðinni í úrslitakeppnina. Við sjáum líka stuðninginn sem þær fá. Þannig að nú er bara að fá WNBA lið hingað líka með sama eigendahóp. Þau hafa staðið vel að öll hjá Current liðinu og nú er bara að taka næsta skref,“ sagði Mahomes. Kansas City byggði stóra höll, T-Mobile Center, árið 2007 með það markmið að reyna að fá NBA lið eða íshokkílið til borgarinnar. Það hefur ekki tekist enn þá. WNBA ætlar að bæta við þremur nýjum liðum á næstu tveimur tímabilum en þau lið eru Golden State, Portland og Toronto. WNBA hefur einnig áhuga að fá sextánda liðið inn fyrir 2028 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
WNBA NFL Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Sjá meira