Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2024 11:32 Dwyane Wade við styttuna umdeildu fyrir utan heimavöll Miami Heat. getty/Carmen Mandato Dwyane Wade kveðst ánægður með styttuna af sér sem var afhjúpuð fyrir utan heimavöll Miami Heat. Styttan þykir ekkert sérstaklega lík honum. Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir. NBA Mest lesið Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Enski boltinn Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Enski boltinn Arsenal fann enga leið gegn Everton Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Enski boltinn Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum Körfubolti Fleiri fréttir LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Sjá meira
Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir.
NBA Mest lesið Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Enski boltinn Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Enski boltinn Arsenal fann enga leið gegn Everton Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Enski boltinn Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum Körfubolti Fleiri fréttir LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Sjá meira