Óljós viðurkenning þrátt fyrir stefnu stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 28. október 2024 08:32 Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun