„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 12:33 Hilmar Pétursson hefur ekki staðið undir væntingum hjá Keflavík. vísir/anton Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík fyrir Íslandsmeisturum Vals, 104-80. Keflvíkingar, sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. „Það getur vel verið að Keflavík ætli að sanna að það sé hægt vinna titla með því að spila hraðan, skemmtilegan bolta og taka fullt af skotum. En það er ekki þar með sagt að þú þurfir að henda frá þér viljanum til að stoppa andstæðinginn, viljanum til að láta finna fyrir þér og sýna fólkinu sem mætti í íþróttahúsið og styrktaraðilunum sem setja allan peninginn í þetta að þú viljir að andstæðingurinn skori minna en þú,“ sagði Sævar í þættinum í gær. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá til Keflavíkurliðsins á fimmtudaginn og sagði að nýju leikmenn þess hefðu ekki fundið taktinn enn sem komið er. „Ég sá bara einstaklinga sem ætluðu að reyna að skora meira en andstæðingurinn en ekkert að leggja kapp á að stoppa eða láta finna fyrir sér; bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri. Ég veit ekki hvort sé að bíða eftir einhverri sprengju,“ sagði Sævar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Keflavík „Það eru komnir þrír nýir leikmenn í liðið og þeir hafa allir valdið vonbrigðum. Það voru miklar væntingar gerðar til Hilmars Péturssonar. Hann er ekki búinn að sýna neitt. Það voru miklar væntingar gerðar til þessa Þjóðverja [Jarell Reischel]. Það er ekki hægt að kenna honum um gengi liðsins. Það er eðlilegt að það taki tíma fyrir hann að komast inn. Síðan tekurðu ungan bandarískan leikmann [Wendell Green] sem á að njóta þess að spila í deild með fullt af reynslumiklum mönnum, Halldóri Garðari [Hermannssyni], Igor Maric, Jaka Brodnik, en þeir eru ekki að sýna þessum Bandaríkjamanni neitt varðandi það að fara fram með góðu fordæmi.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík fyrir Íslandsmeisturum Vals, 104-80. Keflvíkingar, sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. „Það getur vel verið að Keflavík ætli að sanna að það sé hægt vinna titla með því að spila hraðan, skemmtilegan bolta og taka fullt af skotum. En það er ekki þar með sagt að þú þurfir að henda frá þér viljanum til að stoppa andstæðinginn, viljanum til að láta finna fyrir þér og sýna fólkinu sem mætti í íþróttahúsið og styrktaraðilunum sem setja allan peninginn í þetta að þú viljir að andstæðingurinn skori minna en þú,“ sagði Sævar í þættinum í gær. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá til Keflavíkurliðsins á fimmtudaginn og sagði að nýju leikmenn þess hefðu ekki fundið taktinn enn sem komið er. „Ég sá bara einstaklinga sem ætluðu að reyna að skora meira en andstæðingurinn en ekkert að leggja kapp á að stoppa eða láta finna fyrir sér; bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri. Ég veit ekki hvort sé að bíða eftir einhverri sprengju,“ sagði Sævar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Keflavík „Það eru komnir þrír nýir leikmenn í liðið og þeir hafa allir valdið vonbrigðum. Það voru miklar væntingar gerðar til Hilmars Péturssonar. Hann er ekki búinn að sýna neitt. Það voru miklar væntingar gerðar til þessa Þjóðverja [Jarell Reischel]. Það er ekki hægt að kenna honum um gengi liðsins. Það er eðlilegt að það taki tíma fyrir hann að komast inn. Síðan tekurðu ungan bandarískan leikmann [Wendell Green] sem á að njóta þess að spila í deild með fullt af reynslumiklum mönnum, Halldóri Garðari [Hermannssyni], Igor Maric, Jaka Brodnik, en þeir eru ekki að sýna þessum Bandaríkjamanni neitt varðandi það að fara fram með góðu fordæmi.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan,
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41