Ekki fleiri tímabundna plástra Karólína Helga Símonardóttir skrifar 23. október 2024 14:31 Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla. Forvarnir gleymast alltof oft þegar fjármunum er deilt.En það að fjárfesta í forvörnum þá er verið að fjárfesta í ávinningi, t.d. náum við að koma í veg fyrir vandamál og búum þannig til heilbrigðari, öruggari og sjálfbærari samfélög. Í hugmyndafræði fyrirtækja eru oft nokkrir punktar taldir upp sem ákveðin rauð flögg T.d. „Mikið áreiti skapast við að vera ítrekað að slökkva elda, en fá svo sömu vandamál aftur upp í hendurnar.” Það er í rauninni allt of algengt hjá ríki og sveitarfélögum að þar sé viðhöfð sú aðferðafræði að kaupa sér tíma með “tímabundnum plástrum” í stað þess að fjárfesta í farsælum, langtíma lausnum til þess að leysa rót vandans. Forvarnir geta verið að ýmsum toga en ef við horfum til menntastofnana samfélagsins og félagslegra forvarna þá er margt sem stjórnvöld geta gert betur. Í menntun felur það í sér snemmtæka íhlutun sem og fleiri þætti í námi og kennslu. Það að geta greint og tekist á við vandamál snemma þá er hægt að koma í veg fyrir stærri fræðileg og félagsleg vandamál síðar. Það að geta gripið nemandann og aðstoðað hann í gegnum hindranir, kennir nemandanum einnig að takast á við hindranir í lífinu seinna meir. ….En….. Það þarf að vera rými fyrir kennara til þess að geta gripið nemendur. Kennarar þurfa fá svigrúm inn í starfinu sínu til þess að viðhalda mannlegu gildunum. Það þarf að vera gott starfsumhverfi, með viðunandi kjörum fyrir kennara. Það þurfa einnig að vera viðunandi starfsaðstæður. Forvarnir snúa líka að viðhaldi húsnæðis, lóða og á búnaði. Hvernig rýmin eru, hvort loft og hljóðvist sé í lagi. Hvort til séu ferlar og reglur sem snúa að öryggi starfsmanna og nemenda, og þeim fylgt eftir. Ef þessar forvarnir eru í lagi þá er hægt að draga úr líkum á vinnutengdum veikindum, slysum og vernda bæði starfsmenn og nemendur. Ekkert af þessu gengur upp nema ráðamenn þjóðarinnar og sveitarfélaga byrja fyrir alvöru að því að vinna að rót vandans með metnaðarfullri framtíðarsýn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla. Forvarnir gleymast alltof oft þegar fjármunum er deilt.En það að fjárfesta í forvörnum þá er verið að fjárfesta í ávinningi, t.d. náum við að koma í veg fyrir vandamál og búum þannig til heilbrigðari, öruggari og sjálfbærari samfélög. Í hugmyndafræði fyrirtækja eru oft nokkrir punktar taldir upp sem ákveðin rauð flögg T.d. „Mikið áreiti skapast við að vera ítrekað að slökkva elda, en fá svo sömu vandamál aftur upp í hendurnar.” Það er í rauninni allt of algengt hjá ríki og sveitarfélögum að þar sé viðhöfð sú aðferðafræði að kaupa sér tíma með “tímabundnum plástrum” í stað þess að fjárfesta í farsælum, langtíma lausnum til þess að leysa rót vandans. Forvarnir geta verið að ýmsum toga en ef við horfum til menntastofnana samfélagsins og félagslegra forvarna þá er margt sem stjórnvöld geta gert betur. Í menntun felur það í sér snemmtæka íhlutun sem og fleiri þætti í námi og kennslu. Það að geta greint og tekist á við vandamál snemma þá er hægt að koma í veg fyrir stærri fræðileg og félagsleg vandamál síðar. Það að geta gripið nemandann og aðstoðað hann í gegnum hindranir, kennir nemandanum einnig að takast á við hindranir í lífinu seinna meir. ….En….. Það þarf að vera rými fyrir kennara til þess að geta gripið nemendur. Kennarar þurfa fá svigrúm inn í starfinu sínu til þess að viðhalda mannlegu gildunum. Það þarf að vera gott starfsumhverfi, með viðunandi kjörum fyrir kennara. Það þurfa einnig að vera viðunandi starfsaðstæður. Forvarnir snúa líka að viðhaldi húsnæðis, lóða og á búnaði. Hvernig rýmin eru, hvort loft og hljóðvist sé í lagi. Hvort til séu ferlar og reglur sem snúa að öryggi starfsmanna og nemenda, og þeim fylgt eftir. Ef þessar forvarnir eru í lagi þá er hægt að draga úr líkum á vinnutengdum veikindum, slysum og vernda bæði starfsmenn og nemendur. Ekkert af þessu gengur upp nema ráðamenn þjóðarinnar og sveitarfélaga byrja fyrir alvöru að því að vinna að rót vandans með metnaðarfullri framtíðarsýn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun