„Rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2024 21:15 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þurfti að leggjast yfir leikskipulagið í vikunni eftir að Aron Pálmarsson fór. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH sem vann Sävehof 34-30 í Evrópudeildinni, var sáttur með svar sinna manna eftir erfiða viku og segir liðið vera að stíga skref í rétta átt. „Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum. FH Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum.
FH Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira