Við verðum að viðhalda vegum Sigþór Sigurðsson skrifar 21. október 2024 15:00 Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar