Frestun sölu Íslandsbanka jákvæð fyrir markaðinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2024 13:53 Snorri Jakobsson segir að það hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram með sölu Íslandsbanka á þessu ári. Vísir/Arnar Ákveðið var í gær að slá sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka á frest. Greinandi segir þessa ákvörðun hafa jákvæð áhrif á markaðinn. Einhugur var um að fresta sölunni innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra eiga sæti, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er alla jafna þriðji maður ráðherranefndar en eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti í starfsstjórn er slíkum ekki lengur að dreifa. „Bankasalan er búin að hanga svolítið eins og mara yfir markaðnum. Menn hafa búist við miklu framboði hlutabréfa, sem hefðu fylgt sölunni. Nú er ljóst að það framboð verður ekki þannig að þetta eru jákvæð áhrif, þá sjá menn fram á minna framboð,“ segir Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að við ákvörðunartökuna hafi verið horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi. Snorri segir að það hefði verið óskynsamlegt að ráðast í bankasölu nú þegar nokkuð ljóst er að önnur ríkisstjórn verði komin eftir nokkrar vikur. „Þetta er eitthvað sem þú selur ekki á þremur vikum. Sex vikur eru mjög skammur tími til að keyra allt af stað með bankasölu. Menn hafa bara ákveðið að fresta því, því nú vita menn ekkert hvaða ríkisstjórn tekur við, sem er kannski á móti bankasölu. Það er bara ekki skynsamlegt.“ Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum. 19. október 2024 13:13 Sölunni slegið á frest Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. 18. október 2024 16:45 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Einhugur var um að fresta sölunni innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra eiga sæti, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er alla jafna þriðji maður ráðherranefndar en eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti í starfsstjórn er slíkum ekki lengur að dreifa. „Bankasalan er búin að hanga svolítið eins og mara yfir markaðnum. Menn hafa búist við miklu framboði hlutabréfa, sem hefðu fylgt sölunni. Nú er ljóst að það framboð verður ekki þannig að þetta eru jákvæð áhrif, þá sjá menn fram á minna framboð,“ segir Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að við ákvörðunartökuna hafi verið horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi. Snorri segir að það hefði verið óskynsamlegt að ráðast í bankasölu nú þegar nokkuð ljóst er að önnur ríkisstjórn verði komin eftir nokkrar vikur. „Þetta er eitthvað sem þú selur ekki á þremur vikum. Sex vikur eru mjög skammur tími til að keyra allt af stað með bankasölu. Menn hafa bara ákveðið að fresta því, því nú vita menn ekkert hvaða ríkisstjórn tekur við, sem er kannski á móti bankasölu. Það er bara ekki skynsamlegt.“
Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum. 19. október 2024 13:13 Sölunni slegið á frest Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. 18. október 2024 16:45 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
„Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum. 19. október 2024 13:13
Sölunni slegið á frest Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. 18. október 2024 16:45