Sölunni slegið á frest Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 16:45 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að einhugur hafi verið um að fresta sölunni innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sitji, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er alla jafna þriðji maður ráðherranefndar en slíkum er ekki lengur til að dreifa, eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti í starfstjórn sem nú situr. Undirbúningur kominn langt á veg Í tilkynningunni segir að við ákvörðunartökuna hafi verið horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi. Undirbúningur sölunnar hafi gengið vel og sé kominn langt á veg í samstarfi við ráðgjafa ríkisins, Kviku, Barclays og Citi, fjármálaráðgjafann Landsbankann, auk lögfræðiráðgjafa. Muni sú vinna nýtast þegar sölunni verður fram haldið, jafnvel þó það verði ekki fyrr en á nýju ári. Til stóð að selja helming á þessu ári og restina á því næsta Í tilkynningunni segir að samkvæmt lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf. hafi fjármálaráðherra heimild til að ráðstafa eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum. Í lögunum sé gert ráð fyrir einu eða fleiri útboðum. Ríkissjóður hafi fengið 108 milljarða króna í sinn hlut í fyrri útboðum Íslandsbanka og eigi enn 42,5 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt dagslokagengi í dag er sá hlutur um 92 milljarða króna virði. Horft hefði verið til þess að um það bil helmingurinn af þessum hlut yrði seldur á þessu ári og eftirstandandi hlutur á næsta ári, eftir því sem markaðsaðstæður leyfðu. Íslandsbanki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að einhugur hafi verið um að fresta sölunni innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sitji, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er alla jafna þriðji maður ráðherranefndar en slíkum er ekki lengur til að dreifa, eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti í starfstjórn sem nú situr. Undirbúningur kominn langt á veg Í tilkynningunni segir að við ákvörðunartökuna hafi verið horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi. Undirbúningur sölunnar hafi gengið vel og sé kominn langt á veg í samstarfi við ráðgjafa ríkisins, Kviku, Barclays og Citi, fjármálaráðgjafann Landsbankann, auk lögfræðiráðgjafa. Muni sú vinna nýtast þegar sölunni verður fram haldið, jafnvel þó það verði ekki fyrr en á nýju ári. Til stóð að selja helming á þessu ári og restina á því næsta Í tilkynningunni segir að samkvæmt lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf. hafi fjármálaráðherra heimild til að ráðstafa eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum. Í lögunum sé gert ráð fyrir einu eða fleiri útboðum. Ríkissjóður hafi fengið 108 milljarða króna í sinn hlut í fyrri útboðum Íslandsbanka og eigi enn 42,5 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt dagslokagengi í dag er sá hlutur um 92 milljarða króna virði. Horft hefði verið til þess að um það bil helmingurinn af þessum hlut yrði seldur á þessu ári og eftirstandandi hlutur á næsta ári, eftir því sem markaðsaðstæður leyfðu.
Íslandsbanki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Sjá meira