Hagkaup hættir sölu á Sodastream í kjölfar mótmæla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2024 15:05 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Hagkaup hefur hætt sölu á Sodastream í kjölfar mótmælaaðgerða en síðustu mánuði hafa aðgerðasinnar fest límmiða á vörurnar og hvatt neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael vegna átaka Ísraelska hersins í Palestínu. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann tekur fram að ákvörðun um að taka vöruna úr sölu eftir endurtekin skemmdarverk hafi verið tekin í samráði við Heimilistæki sem er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi. Önnur sambærileg vara mun vera sett í sölu í staðinn. Heimildin greindi fyrst frá. Geti ekki boðið upp á vöruna til sölu „Það er verið að skemma söluvöru í verslunum og spurning hvernig best er að bregðast við því. Við getum ekki boðið upp á vöru í sölu sem er með svona merkingum á.“ Sagði Sigurður sem tók fram að annað slíkt hafi ekki komið fyrir áður hjá Hagkaup og segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.Vísir/Getty „Öll mál þar sem menn eru að skemma varning og valda tjóni inn í verslunum fara inn í farveg hjá okkur. Við erum með myndefni og vitum hverjir þetta eru og svo fer þetta í farveg.“ „Nú þurfum við að gefa í“ Færsla var birt á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland undir nafnleynd í gær þar sem kemur fram að meðlimir hópsins hafi verið að senda pósta á Sigurð og Hagkaup í meira en ár til að biðja um að þessar vörur verði fjarlægðar úr sölu. „Sigurður er að íhuga að hætta að selja SodaStream vegna límmiða. Aðrar vörur hafa ekki verið merktar með fullnægjandi hætti. Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir í færslunni. Spurður hvort að hann og aðrir hjá Hagkaup hafi orðið vör við mikil afskipti frá mótmælendum síðasta ár svarar Sigurður: „Nei alls ekki. Við svo sem höfum bara átt í ágætis samtali við þessa aðila hingað til þar sem þeir hafa oft á tíðum verið að forvitnast um stöðu ýmissa mála. Að öðru leyti hafa öll samskipti gengið nokkuð vel.“ Matvöruverslun Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann tekur fram að ákvörðun um að taka vöruna úr sölu eftir endurtekin skemmdarverk hafi verið tekin í samráði við Heimilistæki sem er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi. Önnur sambærileg vara mun vera sett í sölu í staðinn. Heimildin greindi fyrst frá. Geti ekki boðið upp á vöruna til sölu „Það er verið að skemma söluvöru í verslunum og spurning hvernig best er að bregðast við því. Við getum ekki boðið upp á vöru í sölu sem er með svona merkingum á.“ Sagði Sigurður sem tók fram að annað slíkt hafi ekki komið fyrir áður hjá Hagkaup og segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.Vísir/Getty „Öll mál þar sem menn eru að skemma varning og valda tjóni inn í verslunum fara inn í farveg hjá okkur. Við erum með myndefni og vitum hverjir þetta eru og svo fer þetta í farveg.“ „Nú þurfum við að gefa í“ Færsla var birt á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland undir nafnleynd í gær þar sem kemur fram að meðlimir hópsins hafi verið að senda pósta á Sigurð og Hagkaup í meira en ár til að biðja um að þessar vörur verði fjarlægðar úr sölu. „Sigurður er að íhuga að hætta að selja SodaStream vegna límmiða. Aðrar vörur hafa ekki verið merktar með fullnægjandi hætti. Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir í færslunni. Spurður hvort að hann og aðrir hjá Hagkaup hafi orðið vör við mikil afskipti frá mótmælendum síðasta ár svarar Sigurður: „Nei alls ekki. Við svo sem höfum bara átt í ágætis samtali við þessa aðila hingað til þar sem þeir hafa oft á tíðum verið að forvitnast um stöðu ýmissa mála. Að öðru leyti hafa öll samskipti gengið nokkuð vel.“
Matvöruverslun Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira