Fátæktarvesöld – veröld sem er Unnur Hrefna Jóhanndóttir skrifar 17. október 2024 09:01 Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun