Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 12. október 2024 20:53 Undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað um gjaldþrot veitingastaðarins Ítalíu og þá sök sem eigandi hans hefur reynt að bera á Eflingu stéttarfélag. Á meðan sumir gætu fallið fyrir slíkri sögu, er nauðsynlegt að skoða málavexti af raunsæi og á grunni réttlætis og sanngirni. Að varpa ábyrgðinni á stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmuni vinnandi fólks er auðvitað fjarstæðukennt og í rauninni óréttlát árás á þá sem reyna að verja réttindi launafólks. Ég þekki það sjálfur vel og skil vel hversu erfitt það getur verið að viðhalda rekstri, sérstaklega þegar aðstæður versna. Það sem margir kannski skilja ekki er að gjaldþrot gerist ekki á einni nóttu hjá litlum veitingastöðum. Oft hefur það verið þannig að veitingastaðir í rekstrarerfiðleikum dragast aftur úr með greiðslur til starfsfólks og launatengd gjöld. Veitingastaðurinn Ítalía virðist um langt skeið dregið að greiða laun á réttum tíma og jafnvel komist hjá því að standa við skyldur sínar gagnvart starfsfólki. Deilt hefur verið um upphæð útistandandi launakrafna og þá húsaleigu en við vitum að félag hans skuldar um 50 milljónir í staðgreiðslu launa og þá skuldar hann lífeyrissjóðnum Gildi sem ég er í fulltrúaráði hjá, um 12 milljónir. Fráleitt er að halda því fram að aðgerðir Eflingar hafi valdið því að staðurinn fór í þrot. Þvert á móti hefur Efling stéttarfélag staðið eins og klettur fyrir réttindum vinnandi fólks, þar á meðal starfsfólks Ítalíu veitingastaðar. Ef Efling hefði ekki gripið til aðgerða er hætt við að fjöldi fólks hefði setið eftir launalaust vegna ítrekaðs launaþjófnaðar, en nú hefur starfsfólkið sem eftir var a.m.k. möguleika á að fá ógreidd laun sín greidd úr ábyrgðarsjóði launa. Þetta er ekkert annað en sigur fyrir réttlæti og virðingu gagnvart vinnandi fólki. Það er mikilvægt að minna á að eigendur Ítalíu greindu sjálfir frá því að staðurinn muni ekki opna aftur í sama húsnæði, sem bendir til þess að leigusalinn hafi þegar tapað trúnni á rekstraraðilana. Það hefur hins vegar ekkert með Eflingu að gera heldur með óskilvirkan og óábyrgan rekstur. Baráttan fyrir verkafólk í forgrunni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur oft verið gagnrýnd í gegnum tíðina, bæði fyrir aðgerðir sínar og orðfæri. Margir hafa þó ekki haft beinan skilning á því hversu gríðarlega erfitt hlutverk hennar er. Sólveig Anna hefur sýnt í verki að hún er kraftmikil, óþreytandi og ákveðin í því að standa vörð um verkafólk í landinu. Verkefnið sem hún hefur tekið sér fyrir hendur er eitt það erfiðasta í samfélaginu — að vernda réttindi þeirra sem oft hafa minnst og takmarkaðast vald. Að setja Eflingu og formanninn undir smásjá þess máls, eins og sumir hafa gert, er ómaklegt og sýnir skort á skilningi á erfiðu starfi þeirra sem berjast fyrir réttindum hinna vinnandi stétta. Sólveig Anna er langt frá því að vera „ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins“, eins og fullyrt var í fjölmiðlum í dag. Ég fullyrði að meirihluti Eflingar og ég þar á meðal stöndum þétt við bak Sólveigar í þessu máli sem öðrum og það hlýtur að vera krafa okkar að stjórnvöld taka fast á ört stækkandi vandamáli sem launaþjófnaður og vinnumansal er. Samstaða gegn óréttlæti Stéttarfélög eins og Efling eru grundvallarstoðir í samfélagi þar sem verkafólk er oft og tíðum berskjaldað fyrir óréttlæti. Það er mikilvægt að við tökum ekki mark á þeim sem vilja varpa ábyrgð sinni á annað fólk þegar erfiðleikar steðja að, heldur horfum á staðreyndir. Í þessu tilfelli, er varðar veitingastaðinn Ítalíu, finnst mér ómaklegt að ætla að kenna stéttarfélagi um óréttláta meðferð á starfsfólki. Flestir rekstraraðilar sem lenda í vandræðum með rekstur sinn gera enda allt sem hægt er til að standa skil á forgangskröfum, sem hljóta að vera laun þess starfsfólks sem býr einmitt til tekjurnar sem verða til hjá fyrirtækjum. Því miður var forgangsröðin ekki slík hjá eigandum veitingastaðarins Ítalíu. Sólveig Anna og Efling eiga þakkir skildar fyrir að standa í lappirnar og gæta þess að réttindi launafólks séu virt. Barátta okkar er barátta fyrir sanngirni, og þrátt fyrir gagnrýni höldum við áfram að berjast við stórhagsmuni sem vilja oftast snúa á þá sem minnst eiga. Án þessarar baráttu gæti óréttlætið auðveldlega orðið regla frekar en undatekning í samfélaginu okkar. Höfundur er fulltrúi í trúnaðarráði Eflingar og fulltrúaráði Gildis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Kjaramál Stéttarfélög Deilur Eflingar og Ítalíu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað um gjaldþrot veitingastaðarins Ítalíu og þá sök sem eigandi hans hefur reynt að bera á Eflingu stéttarfélag. Á meðan sumir gætu fallið fyrir slíkri sögu, er nauðsynlegt að skoða málavexti af raunsæi og á grunni réttlætis og sanngirni. Að varpa ábyrgðinni á stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmuni vinnandi fólks er auðvitað fjarstæðukennt og í rauninni óréttlát árás á þá sem reyna að verja réttindi launafólks. Ég þekki það sjálfur vel og skil vel hversu erfitt það getur verið að viðhalda rekstri, sérstaklega þegar aðstæður versna. Það sem margir kannski skilja ekki er að gjaldþrot gerist ekki á einni nóttu hjá litlum veitingastöðum. Oft hefur það verið þannig að veitingastaðir í rekstrarerfiðleikum dragast aftur úr með greiðslur til starfsfólks og launatengd gjöld. Veitingastaðurinn Ítalía virðist um langt skeið dregið að greiða laun á réttum tíma og jafnvel komist hjá því að standa við skyldur sínar gagnvart starfsfólki. Deilt hefur verið um upphæð útistandandi launakrafna og þá húsaleigu en við vitum að félag hans skuldar um 50 milljónir í staðgreiðslu launa og þá skuldar hann lífeyrissjóðnum Gildi sem ég er í fulltrúaráði hjá, um 12 milljónir. Fráleitt er að halda því fram að aðgerðir Eflingar hafi valdið því að staðurinn fór í þrot. Þvert á móti hefur Efling stéttarfélag staðið eins og klettur fyrir réttindum vinnandi fólks, þar á meðal starfsfólks Ítalíu veitingastaðar. Ef Efling hefði ekki gripið til aðgerða er hætt við að fjöldi fólks hefði setið eftir launalaust vegna ítrekaðs launaþjófnaðar, en nú hefur starfsfólkið sem eftir var a.m.k. möguleika á að fá ógreidd laun sín greidd úr ábyrgðarsjóði launa. Þetta er ekkert annað en sigur fyrir réttlæti og virðingu gagnvart vinnandi fólki. Það er mikilvægt að minna á að eigendur Ítalíu greindu sjálfir frá því að staðurinn muni ekki opna aftur í sama húsnæði, sem bendir til þess að leigusalinn hafi þegar tapað trúnni á rekstraraðilana. Það hefur hins vegar ekkert með Eflingu að gera heldur með óskilvirkan og óábyrgan rekstur. Baráttan fyrir verkafólk í forgrunni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur oft verið gagnrýnd í gegnum tíðina, bæði fyrir aðgerðir sínar og orðfæri. Margir hafa þó ekki haft beinan skilning á því hversu gríðarlega erfitt hlutverk hennar er. Sólveig Anna hefur sýnt í verki að hún er kraftmikil, óþreytandi og ákveðin í því að standa vörð um verkafólk í landinu. Verkefnið sem hún hefur tekið sér fyrir hendur er eitt það erfiðasta í samfélaginu — að vernda réttindi þeirra sem oft hafa minnst og takmarkaðast vald. Að setja Eflingu og formanninn undir smásjá þess máls, eins og sumir hafa gert, er ómaklegt og sýnir skort á skilningi á erfiðu starfi þeirra sem berjast fyrir réttindum hinna vinnandi stétta. Sólveig Anna er langt frá því að vera „ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins“, eins og fullyrt var í fjölmiðlum í dag. Ég fullyrði að meirihluti Eflingar og ég þar á meðal stöndum þétt við bak Sólveigar í þessu máli sem öðrum og það hlýtur að vera krafa okkar að stjórnvöld taka fast á ört stækkandi vandamáli sem launaþjófnaður og vinnumansal er. Samstaða gegn óréttlæti Stéttarfélög eins og Efling eru grundvallarstoðir í samfélagi þar sem verkafólk er oft og tíðum berskjaldað fyrir óréttlæti. Það er mikilvægt að við tökum ekki mark á þeim sem vilja varpa ábyrgð sinni á annað fólk þegar erfiðleikar steðja að, heldur horfum á staðreyndir. Í þessu tilfelli, er varðar veitingastaðinn Ítalíu, finnst mér ómaklegt að ætla að kenna stéttarfélagi um óréttláta meðferð á starfsfólki. Flestir rekstraraðilar sem lenda í vandræðum með rekstur sinn gera enda allt sem hægt er til að standa skil á forgangskröfum, sem hljóta að vera laun þess starfsfólks sem býr einmitt til tekjurnar sem verða til hjá fyrirtækjum. Því miður var forgangsröðin ekki slík hjá eigandum veitingastaðarins Ítalíu. Sólveig Anna og Efling eiga þakkir skildar fyrir að standa í lappirnar og gæta þess að réttindi launafólks séu virt. Barátta okkar er barátta fyrir sanngirni, og þrátt fyrir gagnrýni höldum við áfram að berjast við stórhagsmuni sem vilja oftast snúa á þá sem minnst eiga. Án þessarar baráttu gæti óréttlætið auðveldlega orðið regla frekar en undatekning í samfélaginu okkar. Höfundur er fulltrúi í trúnaðarráði Eflingar og fulltrúaráði Gildis.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar