Frá vinnustofum til borðstofa Halla Margrét Hinriksdóttir og Inga Minelgaite skrifa 9. október 2024 14:31 Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar