Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. október 2024 22:12 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í fyrramálið, og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Vextirnir hafa staðið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra og bíða margir í ofvæni eftir því að þeir lækki á ný. Sérfræðingar stóru bankanna hafa ekki verið alltof bjartsýnir á lækkun vaxta. „Ég á von á því að peningastefnunefndin haldi vöxtum óbreyttum, en ég yrði hissa ef þau myndu ekki opna á það að það sé að styttast í lækkun vaxta. Það er í rauninni innistæða fyrir því að breyta kúrsinum miðað við hvernig þróunin hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Jón. Verðbólgan hafi minnkað hraðar en flestir bjuggust við og álag á markaði hafi farið niður. Eitt og annað hafi dottið með Seðlabankanum. Það bendir allt til þess að þeir verði þeir sömu, en eru einhverjar líkur á að þeir muni lækka vextina eins og margir bíða eftir? „Það er ekki útilokað. Allir sem að gefa út opinberar spár hafa reyndar spáð óbreyttum vöxtum, en á markaði eru greinilega skiptar skoðanir og þá er kannski nærtækt að horfa til Bandaríkjanna í aðdraganda að vaxtalækkun þar um daginn þar sem flestir kollegar mínir spáðu smáu skrefi, en markaðirnir höfðu rétt fyrir sér og það var tekið stærra skref heldur en almennt hafði verið spáð,“ segir Jón. Hann útiloki því ekkert, en verði ekki farið í vaxtalækkun á morgun séu teljandi líkur á því að stigið verði stærra skref í nóvember en búist væri við. „Kannski hálf prósenta, sú stærðargráða eða þvíumlíkt,“ segir Jón. Efnahagsmál Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Aflýsa flugi til og frá Orlando Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Már nýr meðeigandi hjá Athygli Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Alma til Pipars\TBWA Uppsagnir hjá Veitum Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Engar hópuppsagnir í september Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Gerir óþægilegt samtal auðveldara Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Skiltið skuli fjarlægt „Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Anna Fríða snýr sér að sælgætinu Vaxtahækkun bankanna vó þungt í ákvörðun Ásgeirs Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í fyrramálið, og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Vextirnir hafa staðið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra og bíða margir í ofvæni eftir því að þeir lækki á ný. Sérfræðingar stóru bankanna hafa ekki verið alltof bjartsýnir á lækkun vaxta. „Ég á von á því að peningastefnunefndin haldi vöxtum óbreyttum, en ég yrði hissa ef þau myndu ekki opna á það að það sé að styttast í lækkun vaxta. Það er í rauninni innistæða fyrir því að breyta kúrsinum miðað við hvernig þróunin hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Jón. Verðbólgan hafi minnkað hraðar en flestir bjuggust við og álag á markaði hafi farið niður. Eitt og annað hafi dottið með Seðlabankanum. Það bendir allt til þess að þeir verði þeir sömu, en eru einhverjar líkur á að þeir muni lækka vextina eins og margir bíða eftir? „Það er ekki útilokað. Allir sem að gefa út opinberar spár hafa reyndar spáð óbreyttum vöxtum, en á markaði eru greinilega skiptar skoðanir og þá er kannski nærtækt að horfa til Bandaríkjanna í aðdraganda að vaxtalækkun þar um daginn þar sem flestir kollegar mínir spáðu smáu skrefi, en markaðirnir höfðu rétt fyrir sér og það var tekið stærra skref heldur en almennt hafði verið spáð,“ segir Jón. Hann útiloki því ekkert, en verði ekki farið í vaxtalækkun á morgun séu teljandi líkur á því að stigið verði stærra skref í nóvember en búist væri við. „Kannski hálf prósenta, sú stærðargráða eða þvíumlíkt,“ segir Jón.
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Aflýsa flugi til og frá Orlando Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Már nýr meðeigandi hjá Athygli Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Alma til Pipars\TBWA Uppsagnir hjá Veitum Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Engar hópuppsagnir í september Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Gerir óþægilegt samtal auðveldara Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Skiltið skuli fjarlægt „Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Anna Fríða snýr sér að sælgætinu Vaxtahækkun bankanna vó þungt í ákvörðun Ásgeirs Sjá meira